Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Næstu bikar­meistarar stór­græða á árangri Víkings

    Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hákon fer á kostum en saknar bróður síns

    Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki

    Stuðningsmenn Arsenal hafa sumir miklar áhyggjur af því hvort félagið geti haldið miðverðinum William Saliba hjá félaginu en hann fullvissaði þá um það að hann ætli sér að vinna titla með Arsenal áður en hann yfirgefur félagið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Hann mun halda með okkur frá himnum“

    Hansi Flick, þjálfari Barcelona, segir leikmenn sína staðráðna í því að heiðra minningu liðslæknisins Carles Minarro þegar liðið mætir Benfica annað kvöld í seinni leik félaganna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Neuer meiddist við að fagna marki

    Það var ekki eintóm gleði hjá Bayern München í gær þrátt fyrir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti