Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Deilt um verð­hækkanir Veitna

Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að koma böndum á gjald­skyldu­frum­skóginn

Stöðum þar sem innheimt eru bílastæðagjöld hefur fjölgað ört undanfarin ár. Samhliða hefur þeim fyrirtækjum fjölgað sem bjóða upp á tæknilegar lausnir og þjónustu við gjaldtökuna og á sama tíma höfum við ítrekað heyrt frá neytendum sem kvarta yfir viðskiptaháttum á gjaldskyldum bílastæðum, skorti á upplýsingum, merkingum og handahófskenndri framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­gjört sið­leysi“

Formaður Neytendasamtakanna segir að atvinnuvegaráðherra eigi að fara varlega í að breyta lögum í því skyni að koma skikki á svokallaðan „gjaldskyldufrumskóg“. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir aðferðir sumra fyrirtækja siðlausar.

Neytendur
Fréttamynd

Bíllinn þremur milljónum dýrari

Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ófremdará­stand í bílastæðamálum aðhláturs­efni

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, flytur erindi á morgunverðarfundi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur boðað nú klukkan níu. Þar verður fjallað  um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum.

Neytendur
Fréttamynd

Segir leigu­sala hækka leigu í takt við skerðingu

Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. 

Neytendur
Fréttamynd

Nýtt gjald á bíó­miða í vefsölu

Viðskiptavinir Sambíóanna borga nú 120 krónur aukalega panti þeir bíómiða í gegnum vefsíðu bíóhúsanna. Gjaldið er nefnt úrvinnslugjald en framkvæmdastjóri segir gjaldinu ætlað að koma til móts við aukinn kostnað meðal annars vegna reksturs og viðhalds miðasölukerfa. Það geri Sambíóunum kleyft að halda miðaverði stöðugu.

Neytendur
Fréttamynd

„Miður að bensínhákum sé um­bunað“

Bensínverð hefur lækkað um þriðjung eftir áramót en Neytendasamtökunum berast kvartanir um að verði hafi verið haldið uppi fyrir þann tíma. Formaður segir ósanngjarnt að bensínhákum sé umbunað á sama tíma og rekstrarkostnaður sparneytinna bíla hækkar.

Innlent
Fréttamynd

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Neytendur
Fréttamynd

Costco lækkaði í morgun og bætti svo í

Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum.

Neytendur
Fréttamynd

Afsláttardagar skýri skyndi­lega hækkun bensínverðs

Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt.

Neytendur
Fréttamynd

Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik

Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð.

Neytendur
Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Neytendur
Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Neytendur
Fréttamynd

Gert að af­henda bú­slóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu

Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega.

Neytendur