Erlent Bandaríkin semja um hernaðaraðstoð við ríki í Mið-Austurlöndum Bandaríkin skýrðu í dag frá því að þau ætli sér að semja um 13 milljarða dollara heraðstoð við Egypta og 30 milljarða dollara varnarsamning við Ísrael. Þá ætla þeir sér einnig að semja um styrki í hermálum við Sádi-Arabíu og fleiri ríki við Persaflóann. Erlent 30.7.2007 14:15 Suðaustur-Asíuríki setja á fót mannréttindastofnun Utanríkisráðherrar Suðaustur-Asíuríkja fögnuðu sögulegum áfanga í dag þegar þeir náðu samkomulagi um að setja á fót mannréttindastofnun fyrir svæðið. Gagnrýnendur segja þó að þeir hafi ekki verið nógu harðorðir í garð herstjórnarinnar í Myanmar, áður Búrma. Erlent 30.7.2007 13:49 Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. Erlent 30.7.2007 13:34 Sett á geðsjúkrahús gegn vilja sínum Einn af meðlimum stjórnarandstöðusamtakanna í Rússlandi, sem leidd eru af Garry Kasparpov, heimsmeistara í skák, var í dag settur á geðsjúkrahús gegn vilja sínum. Erlent 30.7.2007 13:24 Norðmenn hætta að þjálfa írakskar löggur Norðmenn eru hættir að taka að sér þjálfun íraskra lögregeluforingja í Noregi. Ein ástæðan er sú að tíu þeirra hafa notað tækifærið til þess að stinga af og hefja nýtt líf á Vesturlöndum. Þeir hafa hreinlega horfið sporlaust nema hvað einn hefur sótt um hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður. Erlent 30.7.2007 11:12 Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Erlent 30.7.2007 10:50 Forseti Fílabeinsstrandarinnar heimsækir norðurhluta landsins í fyrsta sinn í fimm ár Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, kom í dag í sína fyrstu heimsókn síðan árið 2002 til norðurhluta landsins en þá tóku uppreisnarmenn völdin í honum. Erlent 30.7.2007 09:43 Endurvann sjálfa sig Konu í bænum Sittingbourne á Englandi var bjargað af slökkviliðsmönnum eftir að hún féll ofan í tunnu sem notuð er til endurvinnslu. Konan hafði ætlað að endurvinna föt þegar henni snérist hugur og reyndi hún að teygja sig eftir þeim ofan í tunnuna. Erlent 27.7.2007 23:22 Brjóstaskorugrein fór fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Hillary Stuðningsmenn Hillary Clinton, frambjóðanda í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, nýta sér nú tískugrein sem birtist í Washington Post til að safna fé í kosningasjóð hennar. Erlent 27.7.2007 22:45 Sjónvarpsþyrlur rákust saman í Phoenix Tvær sjónvarpsþyrlur rákust saman er þær voru að mynda bílaeltingarleik lögreglu í Phoenix í dag. Flugmaður og myndatökumaður voru í hvorri vél fyrir sig og létust allir. Við áreksturinn kviknaði í þyrlunum og hröpuðu þær til jarðar. Engin slys urðu á fólki á jörðu niðri. Erlent 27.7.2007 21:35 Spielberg hótar því að hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna Kvikmyndaframleiðandinn Steven Spielberg segir að hann muni mögulega hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking 2008 ef Kína tekur ekki harðar á málum í Súdan. Erlent 27.7.2007 21:13 Fíkniefnapeningum varið í meðferðarúrræði Lögregla í Bandaríkjunum handtók á miðvikudag Zhenli Ye Gon, mexíkóskan mann af kínverskum uppruna, fjórum mánuðum eftir að einn stærsti peningafundur fíkniefnasögunnar var gerður á heimili hans í Mexíkóborg. Peningar sem samsvara 205 milljónum Bandaríkjadala fundust þar bak við falska veggi. Erlent 27.7.2007 20:00 Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans. Erlent 27.7.2007 18:29 Kaþólskir trúboðar í Second Life Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum. Erlent 27.7.2007 16:17 Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag. Erlent 27.7.2007 16:04 Ritskoðun á internetinu breiðist út Ritskoðanir á vegum ríkisstjórna á notkun internetsins hafa nú breiðst út til fleiri en 20 landa sem nota ýmsar reglugerðir til þess að koma í veg fyrir að fólk sé á netinu og kæfa hverskonar pólitíska andstöðu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu frá OSCE, Öryggis- og framfarastofnun Evrópu, sem ber heitið „Að stjórna internetinu.“ Innlent 27.7.2007 15:39 Tour de France er sjúkur sirkus Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann. Erlent 27.7.2007 15:11 Sko- ég vil hafa mínar kellingar Arabískur höfðingi frá Katar seinkaði flugi British Airways frá Linate flugvellinum í Mílanó um nærri þrjá tíma þar sem þrjár konur skyldar honum sátu við hlið karlmanna sem þær þekktu ekki. Erlent 27.7.2007 15:02 Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi. Erlent 27.7.2007 14:09 Danir reka Íraka úr landi Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim. Erlent 27.7.2007 13:59 Krónprinsessa Noregs - Marta Lovísa læknaði mig Norska krónprinsessan Mette-Marit hefur upplýst að Marta Lovísa prinsessa sem er mágkona hennar hafi læknað sig af slæmum nýrnakvilla með því að leggja yfir sig hendur. Mette-Marit segir frá þessu í opinberri ævisögu Mörtu Lovísu, sem er í vinnslu. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar Marta Lovísa skýrði frá því að hún gæti talað bæði við engla og dýr. Erlent 27.7.2007 13:43 11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu. Erlent 27.7.2007 13:17 Rottur herja á flóðasvæði í Englandi Rottur herja nú á flóðahús í Bretlandi á sama tíma og eigendur þeirra hafa sumir hverjir haldið heim á ný. Karl Bretaprins heimsækir íbúa á flóðasvæðinu í dag en þúsundir eru enn án rafmagns og vatns. Erlent 27.7.2007 12:53 Suður-Kóreumenn í haldi talibana enn á lífi 22 Suður-Kóreumenn sem eru í haldi talibana í Afganistan eru enn á lífi þrátt fyrir að frestur sem þeir gáfu til þess að semja um lausn þeirra hafi runnið út. Munir Mungal, aðstoðarinnanríkisráðherra Afganistan, sem er í samninganefndinni sem reynir að fá Suður-Kóreumennina lausa, skýrði frá þessu í morgun. Erlent 27.7.2007 12:37 Hundruð þúsunda Indverja flýja heimili sín vegna flóða Gríðarlegar rigningar í Indlandi undanfarnar vikur hafa neytt hundruð þúsunda í austurhluta landsins til þess að flýja heimili sín. Í ríkinu Bihar, sem er í austurhluta Indlands, hefur 21 látið lífið. Þá hafa tæplega 1.800 hús eyðilagst. Samgöngur hafa raskast verulega þar sem vegir og járnbrautarteinar skemmdust töluvert. Erlent 27.7.2007 12:17 Ítölsk stjórnvöld fordæma ákvörðun FIA Stjórnvöld á Ítalíu fordæmdu í dag ákvörðun FIA að refsa ekki McLaren liðinu þrátt fyrir að það hafi haft undir höndum leynilegar upplýsingar um vélbúnað Ferrari keppnisbílana. FIA, Aþjóðasamband bifreiða, sagði að þó svo að McLaren hafi haft gögnin undir höndum sé ekki hægt að sýna fram á að liðið hafi hagnast af því. Erlent 27.7.2007 11:19 Geimfarar hátt uppi Sérstök rannsóknarnefnd bandarísku Geimferðastofnunarinnar NASA hefur komist að því að geimfarar hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum farið á dúndrandi fyllerí innan við tólf tímum fyrir geimferð. Nefndin var sett á fót eftir að geimfarinn Lisa Nowak réðst á annan kvengeimfara vegna afbrýðisemi. Hlutverk nefndarinnar var að kanna geðheilsu bandarískra geimfara. Erlent 27.7.2007 11:16 Putin segir enga lausn í Kosovo án aðkomu Serbíu Friður kemst aðeins á í Evrópu ef að landamæri ríkja eru virt og þá sérstaklega Serbíu. Þetta sagði Vladimir Putin, forseti Rússlands, í morgun þegar hann var að svara spurningum um hugsanlegt sjálfstæði Kosovo. Erlent 27.7.2007 11:00 Laug um fjarvistarsönnun þegar Madeleine var rænt Þrjú ný vitni halda því fram að Robert Murat hafi logið til um fjarvistarsönnun sína þegar bresku telpunni Madeleine McCann var rænt í Portúgal þriðja maí. Murat sem er búsettur í Portúgal var sterklega grunaður og tekinn til yfirheyrslu í upphafi rannsóknarinnar. Hann gaf þá fjarvistarsönnun að hann hefði verið að borða kvöldmat með móður sinni þegar Madeleine litlu var rænt af hótelherbergi sínu. Erlent 27.7.2007 10:46 Engan sakaði í sprengingu í rússneskum kafbáti Lítil sprenging varð í morgun í rússneskum kafbáti sem talið er að sé kjarnorkuknúinn en engin geislun lak frá kafbátnum. Kafbáturinn var í höfn í Severodvinsk, við Hvíta hafið, vegna viðgerða þegar atvikið átti sér stað. Engan sakaði í sprengingunni. Umhverfisstofnanir segjast ekki hafa fundið neina geislun og Norðmenn eru einnig að fylgjast með hugsanlegri geislun vegna sprengingarinnar. Erlent 27.7.2007 10:44 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 334 ›
Bandaríkin semja um hernaðaraðstoð við ríki í Mið-Austurlöndum Bandaríkin skýrðu í dag frá því að þau ætli sér að semja um 13 milljarða dollara heraðstoð við Egypta og 30 milljarða dollara varnarsamning við Ísrael. Þá ætla þeir sér einnig að semja um styrki í hermálum við Sádi-Arabíu og fleiri ríki við Persaflóann. Erlent 30.7.2007 14:15
Suðaustur-Asíuríki setja á fót mannréttindastofnun Utanríkisráðherrar Suðaustur-Asíuríkja fögnuðu sögulegum áfanga í dag þegar þeir náðu samkomulagi um að setja á fót mannréttindastofnun fyrir svæðið. Gagnrýnendur segja þó að þeir hafi ekki verið nógu harðorðir í garð herstjórnarinnar í Myanmar, áður Búrma. Erlent 30.7.2007 13:49
Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. Erlent 30.7.2007 13:34
Sett á geðsjúkrahús gegn vilja sínum Einn af meðlimum stjórnarandstöðusamtakanna í Rússlandi, sem leidd eru af Garry Kasparpov, heimsmeistara í skák, var í dag settur á geðsjúkrahús gegn vilja sínum. Erlent 30.7.2007 13:24
Norðmenn hætta að þjálfa írakskar löggur Norðmenn eru hættir að taka að sér þjálfun íraskra lögregeluforingja í Noregi. Ein ástæðan er sú að tíu þeirra hafa notað tækifærið til þess að stinga af og hefja nýtt líf á Vesturlöndum. Þeir hafa hreinlega horfið sporlaust nema hvað einn hefur sótt um hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður. Erlent 30.7.2007 11:12
Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Erlent 30.7.2007 10:50
Forseti Fílabeinsstrandarinnar heimsækir norðurhluta landsins í fyrsta sinn í fimm ár Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, kom í dag í sína fyrstu heimsókn síðan árið 2002 til norðurhluta landsins en þá tóku uppreisnarmenn völdin í honum. Erlent 30.7.2007 09:43
Endurvann sjálfa sig Konu í bænum Sittingbourne á Englandi var bjargað af slökkviliðsmönnum eftir að hún féll ofan í tunnu sem notuð er til endurvinnslu. Konan hafði ætlað að endurvinna föt þegar henni snérist hugur og reyndi hún að teygja sig eftir þeim ofan í tunnuna. Erlent 27.7.2007 23:22
Brjóstaskorugrein fór fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Hillary Stuðningsmenn Hillary Clinton, frambjóðanda í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, nýta sér nú tískugrein sem birtist í Washington Post til að safna fé í kosningasjóð hennar. Erlent 27.7.2007 22:45
Sjónvarpsþyrlur rákust saman í Phoenix Tvær sjónvarpsþyrlur rákust saman er þær voru að mynda bílaeltingarleik lögreglu í Phoenix í dag. Flugmaður og myndatökumaður voru í hvorri vél fyrir sig og létust allir. Við áreksturinn kviknaði í þyrlunum og hröpuðu þær til jarðar. Engin slys urðu á fólki á jörðu niðri. Erlent 27.7.2007 21:35
Spielberg hótar því að hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna Kvikmyndaframleiðandinn Steven Spielberg segir að hann muni mögulega hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking 2008 ef Kína tekur ekki harðar á málum í Súdan. Erlent 27.7.2007 21:13
Fíkniefnapeningum varið í meðferðarúrræði Lögregla í Bandaríkjunum handtók á miðvikudag Zhenli Ye Gon, mexíkóskan mann af kínverskum uppruna, fjórum mánuðum eftir að einn stærsti peningafundur fíkniefnasögunnar var gerður á heimili hans í Mexíkóborg. Peningar sem samsvara 205 milljónum Bandaríkjadala fundust þar bak við falska veggi. Erlent 27.7.2007 20:00
Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans. Erlent 27.7.2007 18:29
Kaþólskir trúboðar í Second Life Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum. Erlent 27.7.2007 16:17
Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag. Erlent 27.7.2007 16:04
Ritskoðun á internetinu breiðist út Ritskoðanir á vegum ríkisstjórna á notkun internetsins hafa nú breiðst út til fleiri en 20 landa sem nota ýmsar reglugerðir til þess að koma í veg fyrir að fólk sé á netinu og kæfa hverskonar pólitíska andstöðu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu frá OSCE, Öryggis- og framfarastofnun Evrópu, sem ber heitið „Að stjórna internetinu.“ Innlent 27.7.2007 15:39
Tour de France er sjúkur sirkus Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann. Erlent 27.7.2007 15:11
Sko- ég vil hafa mínar kellingar Arabískur höfðingi frá Katar seinkaði flugi British Airways frá Linate flugvellinum í Mílanó um nærri þrjá tíma þar sem þrjár konur skyldar honum sátu við hlið karlmanna sem þær þekktu ekki. Erlent 27.7.2007 15:02
Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi. Erlent 27.7.2007 14:09
Danir reka Íraka úr landi Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim. Erlent 27.7.2007 13:59
Krónprinsessa Noregs - Marta Lovísa læknaði mig Norska krónprinsessan Mette-Marit hefur upplýst að Marta Lovísa prinsessa sem er mágkona hennar hafi læknað sig af slæmum nýrnakvilla með því að leggja yfir sig hendur. Mette-Marit segir frá þessu í opinberri ævisögu Mörtu Lovísu, sem er í vinnslu. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar Marta Lovísa skýrði frá því að hún gæti talað bæði við engla og dýr. Erlent 27.7.2007 13:43
11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu. Erlent 27.7.2007 13:17
Rottur herja á flóðasvæði í Englandi Rottur herja nú á flóðahús í Bretlandi á sama tíma og eigendur þeirra hafa sumir hverjir haldið heim á ný. Karl Bretaprins heimsækir íbúa á flóðasvæðinu í dag en þúsundir eru enn án rafmagns og vatns. Erlent 27.7.2007 12:53
Suður-Kóreumenn í haldi talibana enn á lífi 22 Suður-Kóreumenn sem eru í haldi talibana í Afganistan eru enn á lífi þrátt fyrir að frestur sem þeir gáfu til þess að semja um lausn þeirra hafi runnið út. Munir Mungal, aðstoðarinnanríkisráðherra Afganistan, sem er í samninganefndinni sem reynir að fá Suður-Kóreumennina lausa, skýrði frá þessu í morgun. Erlent 27.7.2007 12:37
Hundruð þúsunda Indverja flýja heimili sín vegna flóða Gríðarlegar rigningar í Indlandi undanfarnar vikur hafa neytt hundruð þúsunda í austurhluta landsins til þess að flýja heimili sín. Í ríkinu Bihar, sem er í austurhluta Indlands, hefur 21 látið lífið. Þá hafa tæplega 1.800 hús eyðilagst. Samgöngur hafa raskast verulega þar sem vegir og járnbrautarteinar skemmdust töluvert. Erlent 27.7.2007 12:17
Ítölsk stjórnvöld fordæma ákvörðun FIA Stjórnvöld á Ítalíu fordæmdu í dag ákvörðun FIA að refsa ekki McLaren liðinu þrátt fyrir að það hafi haft undir höndum leynilegar upplýsingar um vélbúnað Ferrari keppnisbílana. FIA, Aþjóðasamband bifreiða, sagði að þó svo að McLaren hafi haft gögnin undir höndum sé ekki hægt að sýna fram á að liðið hafi hagnast af því. Erlent 27.7.2007 11:19
Geimfarar hátt uppi Sérstök rannsóknarnefnd bandarísku Geimferðastofnunarinnar NASA hefur komist að því að geimfarar hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum farið á dúndrandi fyllerí innan við tólf tímum fyrir geimferð. Nefndin var sett á fót eftir að geimfarinn Lisa Nowak réðst á annan kvengeimfara vegna afbrýðisemi. Hlutverk nefndarinnar var að kanna geðheilsu bandarískra geimfara. Erlent 27.7.2007 11:16
Putin segir enga lausn í Kosovo án aðkomu Serbíu Friður kemst aðeins á í Evrópu ef að landamæri ríkja eru virt og þá sérstaklega Serbíu. Þetta sagði Vladimir Putin, forseti Rússlands, í morgun þegar hann var að svara spurningum um hugsanlegt sjálfstæði Kosovo. Erlent 27.7.2007 11:00
Laug um fjarvistarsönnun þegar Madeleine var rænt Þrjú ný vitni halda því fram að Robert Murat hafi logið til um fjarvistarsönnun sína þegar bresku telpunni Madeleine McCann var rænt í Portúgal þriðja maí. Murat sem er búsettur í Portúgal var sterklega grunaður og tekinn til yfirheyrslu í upphafi rannsóknarinnar. Hann gaf þá fjarvistarsönnun að hann hefði verið að borða kvöldmat með móður sinni þegar Madeleine litlu var rænt af hótelherbergi sínu. Erlent 27.7.2007 10:46
Engan sakaði í sprengingu í rússneskum kafbáti Lítil sprenging varð í morgun í rússneskum kafbáti sem talið er að sé kjarnorkuknúinn en engin geislun lak frá kafbátnum. Kafbáturinn var í höfn í Severodvinsk, við Hvíta hafið, vegna viðgerða þegar atvikið átti sér stað. Engan sakaði í sprengingunni. Umhverfisstofnanir segjast ekki hafa fundið neina geislun og Norðmenn eru einnig að fylgjast með hugsanlegri geislun vegna sprengingarinnar. Erlent 27.7.2007 10:44