Erlent

11 létust og 43 særðust í sprengjuárás í Islamabad

Einn af þeim sem særðist í sprengingunni borinn í sjúkrabíl.
Einn af þeim sem særðist í sprengingunni borinn í sjúkrabíl. MYND/AFP

Að minnsta kosti 11 manns létust og fleiri en 43 særðust þegar sprengja sprakk á veitingastað ekki langt frá Rauðu moskunni í Islamabad í Pakistan í morgun. Samkvæmt fyrstu fregnum frá lögreglunni á staðnum var um sjálfsmorðsárás að ræða en rannsókn er þegar hafin á atvikinu.

Fyrr í morgun voru mikil mótmæli í og við moskuna sjálfa. Herskáir stúdentar sem styðja málstað talibana voru þá búnir að taka sér stöðu í moskunni eftir að hafa rekið út klerk sem ríkissstjórnin hafði skipað til þess að halda þar bænir. Lögregla þurfti að notast við táragas til þess að dreifa úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×