Erlent

Fallið frá ákæru á hendur indverskum lækni

Mohamed Haneef
Mohamed Haneef MYND/AP

Fallið hefur verið frá ákæru á hendur Mohamed Haneef, indverskum lækni, sem grunaður var um aðild að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í London og Glasgow í síðasta mánuði. Haneef hefur verið sleppt úr haldi áströlsku lögreglunnar en bíður eftir að ákvörðun verði tekin um vegabréfsáritun hans.

Yfirsaksóknari Ástralíu hefur viðurkennt að handtaka Haneefs hafi verið mistök og sannanir um þátttöku hans í tilræðunum liggi ekki fyrir.

Firdous Arshiya, eiginkona Haneefs, og aðrir ættingjar á Indlandi óska þess nú að hann fái vegabréfsáritun. "Ég vil ekki að honum verði vísað úr landi," segir Arshiya. "Ég vil að hann komi til baka með eðlilegum hætti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×