Erlent

Páfagarður varar við sókn múslima í Evrópu

Óli Tynes skrifar
Péturskirkjan í Róm.
Péturskirkjan í Róm.

Páfagarður hefur varað við útbreiðslu islamstrúar í Evrópu. Sagt er að evrópubúar megi ekki vera blindir fyrir því að múslimar ógni sjálfsímynd þeirra. Það var einkaritari Benedikts sextánda páfa sem lét þessi orð falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung, sem birt er í dag.

Georg Gänswein segir í viðtalinu; "Það er ekki hægt að neita því að það er verið að reyna að útbreiða islamstrú á Vesturlöndum. Og við megum ekki vera alltof blind fyrir þeirri ógn sem þarmeð steðjar að sjálfsmynd Evrópu. Kaþólska kirkjan sér þeitta greinilega og er ekki hrædd við að segja það."

Múslimar reiddust Benedikt páfa mjög þegar hann vitnaði í gamlar ritningargreinar í ræðu sem hann flutti í Þýskalandi fyrir nokkrum misserum. Ekki er víst að þeir taki þessu þegjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×