Erlent

Laug um fjarvistarsönnun þegar Madeleine var rænt

Óli Tynes skrifar
Robert Murat.
Robert Murat.

Þrjú ný vitni halda því fram að Robert Murat hafi logið til um fjarvistarsönnun sína þegar bresku telpunni Madeleine McCann var rænt í Portúgal þriðja maí. Murat sem er búsettur í Portúgal var sterklega grunaður og tekinn til yfirheyrslu í upphafi rannsóknarinnar. Hann gaf þá fjarvistarsönnun að hann hefði verið að borða kvöldmat með móður sinni þegar Madeleine litlu var rænt af hótelherbergi sínu.

Vitnin þrjú eru tvær breskar konur og einn karlmaður. Sænska Aftonbladet segir að fyrr í þessum mánuði hafi fólkið verið leitt til fundar við Murat á lögreglustöð. Þar uppástóð það að það hefði séð Murat við hótel McCann hjónanna á þeim tíma sem hann sagðist hafa verið að borða með móður sinni.

"Ég veit að þú varst þar. Ég myndi þekkja þig hvar sem er," æpti eitt vitnið að Murat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×