Erlent

Spielberg hótar því að hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna

MYND/AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Steven Spielberg segir að hann muni mögulega hætta sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking 2008 ef Kína tekur ekki harðar á málum í Súdan.

Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan en stjórnvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir að senda ekki friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til Darfur til að stuðla að því að bundinn verði endi á ofbeldið í héraðinu.

Mannréttindasamtök hafa einnig ásakað stjórnvöld í Kína um að selja vopn til Súdan sem síðan enda í Darfur.

Spielberg sem er einn af mörgum ráðgjöfum leikanna á næsta ári mun taka ákvörðun um hvort hann haldi starfinu áfram á næstu vikum. Andy Spahn, talsmaður Spielbergs, segir hann reyna að nota leikana til að þrýsta á stjórnvöld í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×