Erlent

Hundruð þúsunda Indverja flýja heimili sín vegna flóða

Gríðarlegar rigningar í Indlandi undanfarnar vikur hafa neytt hundruð þúsunda í austurhluta landsins til þess að flýja heimili sín. Í ríkinu Bihar, sem er í austurhluta Indlands, hefur 21 látið lífið. Þá hafa tæplega 1.800 hús eyðilagst. Samgöngur hafa raskast verulega þar sem vegir og járnbrautarteinar skemmdust töluvert.

Í norðausturhluta landsins hefur áin Brahmaputra flætt yfir bakka sína, kaffært rúmlega 100 ferkílómetra af hrísgrjónaökrum og eyðilagt hundruð húsa. Búist er við enn meiri rigningum á þessum slóðum á næstu tveimur dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×