Erlent

Danir reka Íraka úr landi

Óli Tynes skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Danir hafa rekið fjóra íraska afbrotamenn úr landi og sent þá til Norður-Íraks, þaðan sem þeir voru. Ekkert er sagt um aldur eða stöðu mannanna eða hvort þeir frömdu brot sín í Danmörku eða í Írak. Alls bíða 150 Írakar í Danmörku eftir því að vera sendir heim.

Samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna er heimilt að senda menn til Norður-Íraks, ef þeir eru upprunnir þaðan. Rólegt er í norðurhéruðum landsins þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Bæði afbrotamennirnir fjórir sem voru sendir úr landi, og hinir 150 eru frá Norður-Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×