Erlent

Tour de France er sjúkur sirkus

Óli Tynes skrifar
Michael Rasmussen.
Michael Rasmussen.

Fulltrúi Danmerkur í alþjóða Ólympíunefndinn kallar Tour de France hjólreiðakeppnina sjúkan sirkus sem ætti að leggja niður. Áður en Daninn Michael Rasmussen var rekinn úr keppninni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf var Kai Holm þeirrar skoðunar að dómnefnd ætti að skera úr um hvað gert yrði við hann.

Kostunaraðili Rasmussens, Rabobank, tók hinsvegar einhliða ákvörðun um að reka hann. Þetta segir Kai Holm að sanni í eitt skipti fyrir öll að þeir sem komi nærri hjólreiðakeppnum séu ekki að hugsa um heildina og íþróttina, heldur aðeins um eigin hag.

Holm segir að Rabobank hafi tekið ískalda ákvörðun. Það hafi verið vegið og metið hvort væri heppilegra að hafa Tour de France sigurvegara sem væri í miklum mótbyr, eða henda honum út um bakdyrnar. Sú hafi loks orðið niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×