Erlent

Rússar styðja Abbas sem forseta allra Palestínumanna

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas í Moskvu.
Mahmoud Abbas í Moskvu. GETTY IMAGES

Rússar viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta allra Palestínumanna og segjast munu styðja hann eftir megni í því að sameina palestinsku þjóðina og semja frið við Ísrael. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands lýsti þessu yfir við komu Abbas til Moskvu, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn.

Forsetinn rak Hamas samtökin úr ríkisstjórn sinni eftir að þau hertóku Gaza svæðið fyrr í þessum mánuði. Rússar hafa haldið opnum samskiptaleiðum við Hamas gagnstætt því sem Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa gert. Abbas um eiga fund með Vladimir Putin, forseta Rússlands á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×