Erlent

Kaþólskir trúboðar í Second Life

Jónas Haraldsson skrifar
Fólk að búa sér til annað sjálf í Second Life.
Fólk að búa sér til annað sjálf í Second Life. MYND/AFP
Kaþólskir trúboðar hafa ávallt farið á ókannaða og hættulega staði á jörðinni til þess að boða orð drottins. Núna er verið að hvetja þá til þess að fara inn í sýndarveruleikaheiminn Second Life til þess að bjarga sýndarveruleikasálum.

Í grein sem birtist í blaðinu Jesuit journal La Civilta segir menntamaðurinn Antonio Spadaro meðbræðrum sínum ekki að vera hræddir við að fara í sýndarveruleikaheiminn þar sem þar geti verið óplægðir akrar af fólki sem vill verða betra. Second Life er einskonar þrívíddar sýndarveruleikaheimur þar sem fólk býr til ímynd af sjálfu sér og lifir svo og hrærist þar. Skráðir notendur eru fleiri en átta milljónir og milljónir dollara skipta þar um hendur í hverjum mánuði.

Spadaro spyr í grein sinni hvort að Guð verið til staðar í sýndarveruleikaheimi. Hann bendir á að nú þegar sé fjöldinn allur af kirkjum og musterum sem þjóna hinum ýmsu trúum til staðar í leiknum. Hann vitnar einnig í sænskan múslima sem segir að hann láti sjálf sitt í leiknum biðja jafn oft og hann sjálfur gerir í raunveruleikanum.

Hann varar þó við því að erótíska vídd sýndarveruleikans sé sífellt til staðar og erfitt sé að komast undan henni. Fólk getur meðal annars keypt sér kynfæri á sjálf sín sem er síðan hægt að örva á alla mögulega vegu. Þó svo sumir séu kannski að reyna að flýja raunveruleikann eru margir í Second Life að reyna að bæta einhverju við hann og hugsanlega trú. Þess vegna segir Spadaro að hægt sé að líta á Second Life sem nýjan og gildan vettvang fyrir trúboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×