Erlent

Norðmenn hætta að þjálfa írakskar löggur

Óli Tynes skrifar
Líf lögreglumanna í Bagdad er ólíkt því í Osló.
Líf lögreglumanna í Bagdad er ólíkt því í Osló. MYND/AP

Norðmenn eru hættir að taka að sér þjálfun íraskra lögregeluforingja í Noregi. Ein ástæðan er sú að tíu þeirra hafa notað tækifærið til þess að stinga af og hefja nýtt líf á Vesturlöndum. Þeir hafa hreinlega horfið sporlaust nema hvað einn hefur sótt um hæli í Noregi sem pólitískur flóttamaður.

Alls hafa 158 írakar verið sendir til þjálfunar í Noregi og það hefur kostað norska skattgreiðendur hundruð milljóna tjóna. Í Noregi hafa þeir lært að stjórna lögreglusveitum og einnig lært um mannréttindi og jafnrétti kynjanna.

Sumum Norðmönnum þykir það brosleg þjálfun og telja hana koma að takmörkuðu gagni í daglegum störfum lögreglumanna í Írak þar sem morð og pyntingar eru daglegt brauð. Talsmaður norska dómsmálaráðuneytisins segir að áfram verði stutt við bakið á írösku lögreglunni, en það verði líklega gert með því að þjálfa lögreglumennina í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×