Fótbolti

Mark­vörður Mourinho tryggði liðið á­fram og Bodö/Glimt vann í Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anatoliy Trubin fagnar marki sínu sem tryggði Benfica 4-2 sigur og sæti í umspilinu en þetta var síðasta snerting leiksins.
Anatoliy Trubin fagnar marki sínu sem tryggði Benfica 4-2 sigur og sæti í umspilinu en þetta var síðasta snerting leiksins. Getty/Jose Manuel Alvarez Rey

Anatoliy Trubin, markvörður Benfica, var hetja kvöldins því hann tryggði Benfica 4-2 sigur á Real Madrid með marki á áttundu mínútu í uppbótartíma en markið kom portúgalska liðinu í umspilið því 3-2 sigur hefði ekki dugað.

Franska liðið Marseille sat eftir með sárt ennið því liðið datt út á markatölu en hefði verið inni í umspilinu ef Portúgalarnir hefðu ekki bætt við marki.

Norska félagið Bodö/Glimt komst líka áfram með 2-1 útisigri á Atletico Madrid en norska liðið endaði í 23. sæti og 24 komust áfram.

Norðmaðurinn Andreas Schjelderup skoraði tvö mörk fyrir Benfica, jafnaði í 1-1 og kom liðinu 3-1 yfir. Vangelis Pavlidis skoraði annað markið úr vítaspyrnu.

Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Real Madrid, kom liðinu í 1-0 á 30. mínútu og minnkaði svo muninn í 3-2 á 58. mínútu.

Benfica stóð af sér stórsókn Real Madrid og fékk síðan aukaspyrnu á áttundu mínútu uppbótartímans.

Jose Mourinho sagði Anatoliy Trubin, markverði liðsins, að hlaupa fram og frábær aukaspyrna Fredrik Aursnes endaði beint á kollinum á honum. Þetta var frábært mark og mark sem kom liðinu áfram í umspilið á kostnað Marseille.

Alexander Sörloth kom Atletico Madrid í 1-0 á móti Bodö/Glimt en Fredrik Sjøvold jafnaði fyrir hálfleik. Það var síðan Kasper Waarts Høgh, fyrrum leikmaður Vals, sem skoraði sigurmarkið á 59. mínútu og þetta mark kom liðinu áfram í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×