Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra

Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Düsseldorf nálgast toppinn

Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann hefði getað fót­brotið mig“

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern

Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar skildu jafnar við Bý­flugurnar

Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ari og Arnór mættust á miðjunni

Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jason skoraði í svekkjandi jafn­tefli

Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Enski boltinn