Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Newcastle tók á móti Manchester United og vann afar öruggan 4-1 sigur eftir fjölda mistaka sem leiddu til marka. Enski boltinn 13.4.2025 15:01
Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn. Íslenski boltinn 13.4.2025 13:15
Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem tapaði 0-2 fyrir Peterborough United í úrslitaleik neðri deildanna á Englandi á Wembley í dag. Enski boltinn 13.4.2025 16:29
Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Skemmtilegt atvik átti sér stað snemma leiks Vestra og FH í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 13.4.2025 14:33
Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Mohamed Salah sló met þegar hann lagði upp mark fyrir Luis Díaz í leik Liverpool og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13.4.2025 14:03
Düsseldorf nálgast toppinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 13.4.2025 13:36
Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Groningen laut í lægra haldi fyrir Utrecht, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13.4.2025 12:16
Hörð keppni um Delap í sumar Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni. Enski boltinn 13.4.2025 11:29
Onana ekki með gegn Newcastle André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13.4.2025 09:31
Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik. Fótbolti 13.4.2025 08:01
VAR í Bestu deildina? Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 12.4.2025 23:16
„Hann hefði getað fótbrotið mig“ Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki. Enski boltinn 12.4.2025 22:02
Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 12.4.2025 21:19
Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa. Fótbolti 12.4.2025 18:31
Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Enski boltinn 12.4.2025 19:30
Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen. Fótbolti 12.4.2025 19:15
Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton. Fótbolti 12.4.2025 18:37
Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun. Enski boltinn 12.4.2025 16:00
Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Fótboltalið Völsungs fagnaði 98 ára félagsins með því að komast áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni á útivelli gegn Tindastóli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en 7-8 fyrir Völsung eftir vítaspyrnukeppnina. Íslenski boltinn 12.4.2025 17:50
Ari og Arnór mættust á miðjunni Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 12.4.2025 17:35
Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp annað mark Vålerenga þegar liðið sigraði Lyn, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 12.4.2025 16:31
Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar. Enski boltinn 12.4.2025 16:30
Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil. Enski boltinn 12.4.2025 16:06
Adam Ægir á heimleið Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu. Íslenski boltinn 12.4.2025 15:24