Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir það mikið áfall að hafa lands­liðs­fyrir­liðinn Orri Steinn Óskars­son hafi ekkert geta spilað með liðinu í undan­keppni HM. Há­kon Arnar Haralds­son hafi hins vegar vaxið mikið í fyrir­liða­hlut­verkinu í hans fjar­veru.

Fótbolti
Fréttamynd

Foden í stuði gegn Dortmund

Phil Foden var í stuði er Manchester City vann góðan 4-1 sigur á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilaði rúmar 40 mínútur í 2-1 sigri Preston North End á Swansea City í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Hann hefur ekki spilað svo mikið í einum og sama leiknum síðan í ágúst.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emelía með þrennu gegn FCK

Emelía Óskarsdóttir kom öflug inn af varamannabekknum með liði sínu Köge sem vann öruggan 6-0 sigur á FCK í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Hún skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Dældi fyrri af­rekum inn á Instagram eftir von­brigðin

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha átti frábært ár og var á lista hjá mörgum yfir þá sem kæmu til greina sem handhafar Gullknattarins. Hann fékk þó ekki þau verðlaun og í gær kom í ljós að hann komst ekki einu sinni í úrvalslið ársins hjá FIFPRO-leikmannasamtökunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts truflar lands­liðið ekki

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska lands­liðsins, segir mál lands­liðs­mannsins Alberts Guð­munds­sonar, sem nú er tekið fyrir í Lands­rétti, ekki trufla liðið í undir­búningi fyrir mikilvæga leiki í undan­keppni HM í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­menn Bröndby enn á ný í vand­ræðum

Ein af stóru fótboltasögum sumarsins var hegðun stuðningsmanna Bröndby á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þegar lið þeirra steinlá í Evrópuleik á móti Víkingum. Þetta var þó ekki í síðasta skiptið sem stuðningsmenn Bröndby bjuggu til vandræða í útileik á þessu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron

Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn og verða með liðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn vonar að þeir gefi jafn mikið af sér innan hópsins og Aron Einar Gunnarsson.

Fótbolti