Fótbolti

Hvaða lið gætu mæst í umspili og sex­tán liða úr­slitum Meistaradeildarinnar?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
PSG vann Meistaradeildina á síðasta tímabili en þarf að fara erfiða leið að úrslitaleiknum í ár. 
PSG vann Meistaradeildina á síðasta tímabili en þarf að fara erfiða leið að úrslitaleiknum í ár.  EPA/Alessio Marini

Eftir ótrúlega átján leikja lokaumferð í Meistaradeildinni liggur nú ljóst fyrir hvaða lið gætu mæst í umspilinu og sextán liða úrslitum, en það verður ekki dregið fyrr en á morgun.

Enska úrvalsdeildin á fimm fulltrúa í efstu átta sætunum, sem fara beint í sextán liða úrslit. Arsenal tryggði sér toppsætið og þar með seinni heimaleikinn í sextán liða og átta liða úrslitum. Liverpool, Tottenham, Chelsea og Manchester City náðu einnig inn í topp átta ásamt Barcelona, Bayern og Sporting. Þau sleppa öll við umspilið.

Lokastaðan í Meistaradeildinni 2025-26. SÝN SPORT

Newcastle og PSG gerðu jafntefli í gær en annað hvort liðið hefði komist í topp átta með sigri. Þess í stað endaði PSG í 11. sæti og Newcastle í 12. sæti og munu því fara í umspil gegn annað hvort AS Monaco (21. sæti) eða Qarabag (22. sæti).

Benfica og Bodö/Glimt tryggðu sig áfram með mjög dramatískum hætti, með sitt hvorum sigrinum gegn Real Madrid og Atlético Madrid.

Dregið verður í umspil og sextán liða úrslitum í höfuðstöðvum UEFA á morgun, föstudag klukkan 11:00.

Liðin sem mætast í umspili og mótherjar þeirra í sextán liða úrslitum.SÝN SPORT

Benfica og Bodö urðu síðustu liðin inn í umspilið, í 23. og 24. sæti, og munu mæta liðunum í 9. eða 10. sæti, Inter eða Real Madrid.

Madrídingar eru eflaust ekki spenntir fyrir því að hitta Benfica aftur en hér fyrir neðan má sjá alla möguleika í umspili og sextán liða úrslitum.


AS Monaco (21.) eða Qarabağ (22.) gegn Paris Saint-Germain (15.) eða Newcastle United (13.) 

Sigurliðin mæta Barcelona eða Chelsea í 16-liða úrslitum


Club Brugge (19.) eða Galatasaray (20.) gegn Juventus (11.) eða Atlético Madrid (12.)

Sigurliðin mæta Liverpool eða Tottenham Hotspur í 16-liða úrslitum


Bodø/Glimt (23.) eða Benfica (24.) gegn Real Madrid (9.) eða Inter (10.)

Sigurliðin mæta Sporting CP eða Manchester City í 16-liða úrslitum


Borussia Dortmund (17.) eða Olympiacos (18.) gegn Atalanta (14.) eða Bayer Leverkusen (16.) 

Sigurliðin mæta Arsenal eða Bayern München í 16-liða úrslitum


Ef lengra er horft fram tímann, fram í sextán liða úrslit, eru margir spennandi möguleikar í stöðunni. Bayern Munchen gæti mætt Borussia Dortmund eða Bayer Leverkusen, Liverpool eða Tottenham gætu mætt Atlético Madrid eða Juventus, Manchester City gæti mætt Inter eða Real Madrid, Chelsea eða Barcelona gætu mætt Newcastle eða PSG, en það eru auðvitað allt getgátur að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×