Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8.7.2025 16:32
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8.7.2025 13:01
Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8.7.2025 11:38
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn 8.7.2025 09:01
Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla. Íslenski boltinn 6.7.2025 15:15
„Búnir að vera á smá hrakhólum“ „Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5.7.2025 18:50
Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum ÍBV og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í steindauðum fótboltaleik á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta síðdegis. Íslenski boltinn 5.7.2025 15:36
Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum „Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn. Íslenski boltinn 5.7.2025 16:18
Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum Íslenski boltinn 5.7.2025 13:16
Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins. Íslenski boltinn 5.7.2025 13:15
ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin ÍR-ingar endurheimtu toppsætið í Lengjudeild karla í fótbolta eftir endurkomusigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Fjölnismenn komust upp úr fallsæti og sendu Leiknismenn þangað í staðinn. Íslenski boltinn 4.7.2025 21:28
Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Eyjakonur vígðu nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld með 5-1 stórsigri á sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 4.7.2025 20:16
Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld. Íslenski boltinn 4.7.2025 13:45
Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. Íslenski boltinn 4.7.2025 11:00
Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. Íslenski boltinn 4.7.2025 09:35
Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Íslenski boltinn 3.7.2025 21:47
Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Njarðvíkingar eru á toppnum í Lengjudeild karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík í kvöld. Þetta var gott kvöld fyrir Reykjanesbæ því Keflvíkingar unnu líka sinn leik og þar var langþráður sigur á ferðinni. Íslenski boltinn 3.7.2025 21:25
Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 3.7.2025 18:33
Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Þróttur sótti þrjú stig til Akureyrar í kvöld þegar liðið vann 2-1 endurkomusigur á Þórsurum í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 3.7.2025 20:03
Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið EM-fríið verður aðeins lengra hjá Framaranum Elainu Carmen La Macchia heldur en öðrum leikmönnum Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 3.7.2025 19:43
Varð fullorðinn úti Óskar Borgþórsson segist vera spenntur fyrir komandi tímum hjá Víkingi. Hann segist hafa lært að verða fullorðinn úti í Noregi þegar hann var í atvinnumennskunni. Íslenski boltinn 3.7.2025 10:00
„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. Íslenski boltinn 2.7.2025 09:32
„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár. Íslenski boltinn 1.7.2025 16:45
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. Íslenski boltinn 1.7.2025 14:03
Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Jón Daði Böðvarsson er fluttur heim og hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í Lengjudeild karla. Íslenski boltinn 1.7.2025 13:06