Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í beinni: Þróttur R. - Þór/KA | Tveir skakkir turnar sem vilja rétta sig við

Hér fer fram bein texta­lýsing frá leik Þróttar Reykja­víkur og Þór/KA í 12.um­ferð Bestu deildar kvenna í fót­bolta. Leikurinn fer fram á AVIS vellinum en bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu um­ferð, sem og sínum leikjum í undan­úr­slitum Mjólkur­bikarsins, og þyrstir því í sigur. Þór/KA er í 3.sæti deildarinnar með 21 stig, Þróttarar í því sjöunda með tíu stig. Leikurinn verður einnig sýndur í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport Besta deildin rásinni og hefst klukkan fjögur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þurfum bara að dekka í svona leik­at­riðum“

„Það er ekki hægt að setja tölur á tilfinningar og það er bara svekkjandi að tapa. Þetta var 0-0 leikur og við bara klikkum á dekkningu undir lokin og Valur refsar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Valskonum á Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Bæði lið gátu klár­lega stolið þessu í dag“

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit.

Íslenski boltinn