Fréttir

Fréttamynd

130 kannabisplöntur teknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni í fyrradag. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 130 kannabisplöntur, á ýmsum stigum ræktunar.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund sleppt fyrir einn

Ísraelsk stjórnvöld hafa fallist á að láta meira en þúsund Palestínumenn lausa úr fangelsum í skiptum fyrir Gilad Shalit. Shalit hafði verið gísl í haldi Palestínumanna frá árinu 2006.

Erlent
Fréttamynd

Vilja minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá

Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breytingar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins.

Erlent
Fréttamynd

Leysa þúsundir fanga úr haldi

Herforingjastjórnin í Búrma hóf í gær að láta þúsundir fanga lausa úr fangelsum landsins. Jafnframt hefur hún tilkynnt að ritskoðun verði hætt.

Erlent
Fréttamynd

Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð

Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd.

Innlent
Fréttamynd

Harmsaga að málinu hafi ekki verið svarað strax

þjóðkirkjan Biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar viðtals við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur á sunnudagskvöld. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla, hvorki fyrir né eftir að yfirlýsingarnar voru sendar út.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði sök í manndrápsmáli

Tæplega fertugur karlmaður, Redouane Naoui, neitaði sök við fyrirtöku máls í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, þar sem hann er sakaður um manndráp. Naoui bar við minnisleysi um þá atburði sem áttu sér stað í júlí á veitingastaðnum Monte Carlo í Reykjavík, þar sem maður var stunginn með hnífi og lést síðan af völdum áverkanna.

Innlent
Fréttamynd

Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar styðja hraðara ferli í viðræðum Íslendinga og ESB

Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir.

Innlent
Fréttamynd

Vonaðist eftir lægri tilboðum

ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng, en tilboðin voru opnuð í gærmorgun. Tilboðið hljóðar upp á 8,9 milljarða króna, sem nemur 95 prósentum af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar vegna verksins. Hún hljóðaði upp á rúma 9,3 milljarða króna. Þrjú önnur tilboð bárust en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun.

Innlent
Fréttamynd

Langflestir landsmenn lesa Fréttablaðið

Yfir sextíu prósent landsmanna lesa Fréttablaðið, líkt og verið hefur undanfarna mánuði, samkvæmt nýjustu prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Ekki reynist vera mikill munur á lestri prentmiðla á milli kannana, en flestir miðlarnir dala lítið eitt síðan síðasta könnun var gerð.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir

Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009.

Erlent
Fréttamynd

Óróaseggir frá Sögueyjunni

Innrás frá Sögueyjunni skrifaði Altaposten í Noregi vegna drykkjuláta fjögurra Íslendinga í Alta aðfaranótt laugardags.

Erlent
Fréttamynd

Flestir reðrarnir komnir í gám

Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Skálað í kaffi á 20 ára afmælinu

Tuttugu ár eru liðin síðan íslenska briddslandsliðið sigraði á heimsmeistaramótinu í Yokohama og hlaut hina frægu Bermúdaskál að launum. Ísland hefur ekki tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í sveitakeppni í bridds aftur fyrr en nú. Keppnin hefst í Veldhoven í Hollandi á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir láni fyrir þyrlum

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsla bóta kemur til greina

Formaður úrbótanefndar kirkjuþings segir vel koma til greina að greiða Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur sanngirnisbætur vegna vinnubragða þjóðkirkjunnar í máli hennar, sem hluta af sáttaferli milli hennar og kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðskrá lengi að taka við sér

„Þetta er fullkomið tillitsleysi,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona, sem komst nýverið að því að hjónavígsluvottorði hefði ekki verið breytt í samræmi við samræmd hjúskaparlög sem tóku gildi í júní í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni

Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger.

Erlent
Fréttamynd

Gæðastimpill fyrir allt fræðasamfélagið

Háskóli Íslands hefur náð í fyrsta sinn inn á matslista Times Higher Education Supplement (THE) um bestu háskóla heims. Skólinn er metinn í hópi 300 bestu af rúmlega sautján þúsund háskólum sem til greina koma við matið.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréf í Dexía hrapa

Hlutabréf í fransk-belgíska Dexía-bankanum lækkuðu um þriðjung í gær eftir að belgísk stjórnvöld ákváðu að kaupa hinn belgíska hluta bankans til að bjarga honum frá gjaldþroti og greiða fjóra milljarða evra fyrir, en það samsvarar um það bil 640 milljörðum króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Réttindi fatlaðra ofar réttindum eignafólks

Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegt leiktæki strax lagað

„Framleiðandi leiktækisins fór strax í morgun til að kanna ástand þess. Það var greinilega eitthvað að vírnum og hann verður strax lagaður. Þetta var nýtt tæki sem sett var upp á Klambratúni í fyrravetur,“ sagði Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í gær.

Innlent
Fréttamynd

Beit framan af fingri manns

Karlmaður hefur verið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um nauðgun. Konan sem bar manninn sökum var nýflutt hingað til lands í atvinnuskyni. Hann hafði unnið hér um nokkurt skeið. Þau höfðu deilt rúmi eftir komu hennar hingað, hugðust gera það áfram og voru að flytja í annað húsnæði þegar til átaka kom þeirra á milli er þau höfðu haft vín um hönd.

Innlent
Fréttamynd

Var með barnaklám í tölvunni

Ákæra vegna barnaníðsmynda hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Hinn ákærði, karlmaður um fimmtugt, játaði sök og var málið tekið til dóms.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur lækkar um 13 prósent

Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 7,9 prósent milli áranna 2009 og 2010 og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 12,6 prósent. Heildartekjur heimilanna drógust saman um 3,6 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Ráðstöfunartekjur heimilanna lækkuðu um 8,2 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent