Þjóðlenduúrskurður á leið fyrir dómstóla 12. október 2011 06:00 Réttarsalur. Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Óbyggðanefnd hefur úrskurðað níu svæði á Tröllaskaga sem þjóðlendur og afrétt. Deilt var um fjórtán svæði. Nefndin segir eitt svæðanna að auki vera þjóðlendu og afrétt að hluta. Fjögur svæði séu hins vegar eignarlönd. Óbyggðanefnd segir meðal annars að Hnjótafjall sunnan Atlastaða í Dalvíkurbyggð sé þjóðlenda. „Þetta teljum við vera alrangt,“ segir Einar Sigurbjörnsson prófessor sem árið 2004 keypti Atlastaði ásamt eiginkonu sinni. „Þarna er um að ræða svæði sem verið hefur í einkaeigu öldum saman þótt það hafi ekki legið undir Atlastaði fyrr en á nítjándu öld. Það er mjög furðulegt að fara svona með eignir sem hafa gengið kaupum og sölum og bara þjóðnýta á einu bretti eins og ekkert sé. Ég geri ráð fyrir því að við munum áfrýja þessu eins og fleiri,“ segir Einar. Agnar Gunnarsson, bóndi og oddviti Akrahrepps, kveðst langt í frá vera sáttur með þann úrskurð að Silfrastaðaafréttur sé þjóðlenda. „Við teljum að hreppurinn eigi þetta land. Þetta er alls engin þjóðlenda heldur land sem var keypt af bóndanum á Silfrastöðum fyrir rúmlega 110 árum.“ Áður hefur verið úrskurðað um annan hluta af Silfrastaðaafrétt með sömu niðurstöðu. Akrahreppur rekur það mál nú fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra. „Ég reikna með að við förum sömu leið með þetta mál. Við berum ábyrgð á því að reyna að vernda eignir sveitarfélagsins,“ segir oddvitinn. Málunum fjórtán var skipt á tvo úrskurði, annars vegar vegna Eyjafjarðar ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna og hins vegar á Skagafjörð ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir Vífilsstaði/Kot, Þorvaldsdalsafrétt, Almenning norðan Hrauna og Kolbeinsdalsafrétt vera eignarlönd. Hnjótafjall, Skíðadalsafrétt, Möðruvallaafrétt, Bakkasel, Stífluafrétt og Lágheiði, Hrolleifsdalsafrétt, Flókadalsafrétt, Unadals- og Deildardalsafréttir, Silfrastaðaafrétt og Krossland séu þjóðlenda og afréttur eða í afréttareign. Þjóðlenda en ekki afréttur sé landsvæði norðaustan Stífluafréttar og Lágheiðar. Óbyggðanefnd segir að vegna sparnaðar í ríkisfjármálum hafi nefndin nú engin þjóðlendumál til meðferðar. Þá muni fjármálaráðherra ekki lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira