Landbúnaðarstefna ESB endurskoðuð 13. október 2011 00:00 Dacian Ciolos Landbúnaðar- og byggðaþróunarstjóri Evrópusambandsins kynnti fyrstu drögin að nýrri landbúnaðarstefnu.fréttablaðið/AP Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bændur, umhverfissinnar og jafnvel Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu strax í gær fyrstu drög framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að nýrri landbúnaðarstefnu, sama daginn og þessi drög voru kynnt. Evrópusambandið ver árlega helmingi fjárlaga sinna, eða jafnvirði nærri 8.500 milljörðum króna, í rekstur landbúnaðarkerfis sem nú á að endurskoða í heild sinni fyrir árið 2013. Dacian Ciolos, sem fer með landbúnaðar- og byggðaþróunarmál í framkvæmdastjórninni, sagði helstu markmið breytinganna vera þau, að landbúnaðurinn í Evrópusambandsríkjunum yrði bæði umhverfisvænni og skilvirkari auk þess sem sýna þyrfti bændum í nýju aðildarríkjunum í Austur- og Mið-Evrópu meiri sanngirni í styrkveitingum og öðrum stuðningi við þá. Meðal annars verða styrkir til bænda markvissari, tengdir skilyrðum í auknum mæli og beint frekar til bænda í ríkjum sem til þessa hafa styrkt bændur minna en önnur ríki. Meðal nýjunga í drögunum eru hugmyndir um að ungir bændur, sem eru að hefja búskap, fái sérstaka styrki fyrstu fimm búskaparárin. Einnig eru í drögunum áform um að taka betur tillit til búskapar á harðbýlum svæðum með því að veita þeim viðbótarstyrki umfram þá, sem þeim standa nú þegar til boða. Fyrstu viðbrögð evrópskra bænda voru þau að nýju tillögurnar legðu á þá meiri kvaðir um óþarfa skriffinnsku, auk þess sem þeir eru óánægðir með að draga eigi úr framleiðslu þrátt fyrir að heimseftirspurn eftir landbúnaðarvörum vaxi stöðugt. Umhverfisverndarsinnar gagnrýna hins vegar drögin á þeim forsendum, að þau gangi ekki nógu langt í þá áttina að vernda náttúruna og bregðast við loftslagsbreytingum. Þá segir matvælasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum að þessi nýja landbúnaðarstefna ESB muni áfram skekkja heimsmarkaðinn vegna þess að styrkir til bænda geri þeim kleift að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði, sem bitnar á bændum í fátækari ríkjum jarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira