Viðskipti erlent

Hlutabréf í Dexía hrapa

Hlutabréf í fransk-belgíska Dexía-bankanum lækkuðu um þriðjung í gær eftir að belgísk stjórnvöld ákváðu að kaupa hinn belgíska hluta bankans til að bjarga honum frá gjaldþroti og greiða fjóra milljarða evra fyrir, en það samsvarar um það bil 640 milljörðum króna.

Sameiginlega ætla stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg auk þess að tryggja starfsemi bankans í allt að áratug. Þetta er fyrsti bankinn á evrusvæðinu sem verður bankakreppunni að bráð.

Aðrir bankar voru að mestu hættir að lána Dexia vegna skuldavanda Grikklands og Ítalíu og áforma um hugsanlega eftirgjöf grísku ríkisskuldanna.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×