Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir 12. október 2011 00:00 Í réttarsalnum Júlía Tímosjenko talar við fréttamenn áður en Rodion Kirejev dómari hefur lokið lestri dómsorðsins. fréttablaðið/AP Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira