Viðskipti innlent

Kaupmáttur lækkar um 13 prósent

Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 7,9 prósent milli áranna 2009 og 2010 og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 12,6 prósent. Heildartekjur heimilanna drógust saman um 3,6 prósent á sama tíma. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Ráðstöfunartekjur heimilanna lækkuðu um 8,2 prósent á milli ára.

Eignatekjur, en það eru þær tekjur sem hægt er að ráðstafa án þess að gengið sé á efnahaginn, lækkuðu í heild um 55 prósent, miðað við verðlag hvors árs. Það eru mestu breytingar í einstökum liðum ráðstöfunartekna heimilanna.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×