Réttindi fatlaðra ofar réttindum eignafólks 11. október 2011 03:45 Ögmundur jónasson Sagði það rétt allra íbúa heimsins að mótmæla. Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh
Fréttir Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira