Lífeyrissjóðir láni fyrir þyrlum 11. október 2011 05:30 landhelgisgæslan Talið er að Landhelgisgæslan þarfnist fjögurra þyrlna til að tryggja fyllsta öryggi. Fréttablaðið/vilhelm Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum. „Ég er að leggja til að farin yrði svipuð leið og menn hafa rætt um í sambandi við vegagerð. Það yrði búið til fjársýslufyrirtæki sem tæki lán hjá lífeyrissjóðunum og keypti þyrlurnar. Fyrirtækið myndi síðan lána þyrlurnar til Landhelgisgæslunnar og ríkissjóður greiða af skuldabréfinu,“ segir Guðmundur og bætir við að fara þurfi þessa leið þar sem lífeyrissjóðum er ekki heimilt að reka slíkt fyrirtæki. Landhelgisgæslan á og rekur þyrluna TF LÍF og hefur þyrluna TF GNÁ á leigu til ársins 2014. Samkvæmt útreikningum Guðmundar myndi leiga á tveimur nýjum þyrlum kosta ríkið 36,57 milljónir á mánuði en ríkið greiðir nú 24,15 milljónir fyrir eina þyrlu. Guðmundur hefur verið að kynna tillöguna um nokkra hríð og meðal annars fundið með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið. Hann hafi hins vegar ekki brugðist við tillögunni.- mþl Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hefur lagt til að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fé fyrir kaupum á tveimur björgunarþyrlum. Þyrlurnar yrðu síðan leigðar til Landhelgisgæslunnar í tíu ár en þá myndi ríkið eignast þyrlurnar. Guðmundur telur að lífeyrissjóðirnir, Landhelgisgæslan og landsmenn allir myndu njóta góðs af ráðahagnum. „Ég er að leggja til að farin yrði svipuð leið og menn hafa rætt um í sambandi við vegagerð. Það yrði búið til fjársýslufyrirtæki sem tæki lán hjá lífeyrissjóðunum og keypti þyrlurnar. Fyrirtækið myndi síðan lána þyrlurnar til Landhelgisgæslunnar og ríkissjóður greiða af skuldabréfinu,“ segir Guðmundur og bætir við að fara þurfi þessa leið þar sem lífeyrissjóðum er ekki heimilt að reka slíkt fyrirtæki. Landhelgisgæslan á og rekur þyrluna TF LÍF og hefur þyrluna TF GNÁ á leigu til ársins 2014. Samkvæmt útreikningum Guðmundar myndi leiga á tveimur nýjum þyrlum kosta ríkið 36,57 milljónir á mánuði en ríkið greiðir nú 24,15 milljónir fyrir eina þyrlu. Guðmundur hefur verið að kynna tillöguna um nokkra hríð og meðal annars fundið með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um málið. Hann hafi hins vegar ekki brugðist við tillögunni.- mþl
Fréttir Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira