Innlent

Þjóðskrá lengi að taka við sér

Hrafnhildur gunnarsdóttir
Hrafnhildur gunnarsdóttir
„Þetta er fullkomið tillitsleysi,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona, sem komst nýverið að því að hjónavígsluvottorði hefði ekki verið breytt í samræmi við samræmd hjúskaparlög sem tóku gildi í júní í fyrra.

Lögin kveða á um að samkynhneigðir öðlist sama rétt og gagnkynhneigðir til að ganga í hjónaband. Fyrrnefnt vottorð gerði ekki ráð fyrir samkynhneigðum.

Hrafnhildur hafði samband við Þjóðskrá, sem gefur það út, og var því breytt fyrir helgi. Henni finnst seinagangurinn ótrúlegur þar sem þrjár lagabreytingar hafi verið gerðar frá 1996 til að bæta hjúskaparstöðu samkynhneigðra.- rve /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×