Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé 12. október 2011 05:30 Kjartan Ágúst Pálsson Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. Fréttablaðið/Valli „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
„Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira