Innlent

Sökuð um að stela sex milljónum

Í eigin vasa Konan tók fjármunina til eigin nota.
Í eigin vasa Konan tók fjármunina til eigin nota.
Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelldan fjárdrátt.

Konunni er gefið að sök að hafa sem bókari og gjaldkeri, hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafnarfirði, dregið sér á árunum 2007 og 2008 fjármuni og önnur verðmæti frá félaginu, alls rúmlega sex milljónir króna. Konan tók út vörur, samtals að verðmæti 905.239 krónur, í 24 skipti í heimildarleysi, leysti út í nafni Hraunhamars og nýtti í eigin þágu. Meðal annars keypti hún sjónvarp, tölvu og myndavél.

Þá er konunni gefið að sök að hafa greitt seljanda fasteignar, sem konan hafði sjálf fest kaup á, fyrir milligöngu Hraunhamars, þrjár milljónir króna af bankareikningi fasteignasölunnar, sem greiðslu vegna afhendingar fasteignarinnar. Konan hafði áður aðeins lagt tvær milljónir inn á reikning Hraunhamars.

Þá dró konan sér tæplega 4,5 milljónir með því að gefa út tékka af bankareikningum Hraunhamars. Þá dró hún sér ríflega 200 þúsund frá starfsmannafélagi Hraunhamars.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×