Innlent

Skálað í kaffi á 20 ára afmælinu

Bermúdaskál! Móttökurnar sem íslenska liðið fékk voru góðar. Ræða Davíðs Oddssonar við það tilefni er fræg.
Bermúdaskál! Móttökurnar sem íslenska liðið fékk voru góðar. Ræða Davíðs Oddssonar við það tilefni er fræg.
Tuttugu ár eru liðin síðan íslenska briddslandsliðið sigraði á heimsmeistaramótinu í Yokohama og hlaut hina frægu Bermúdaskál að launum. Ísland hefur ekki tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í sveitakeppni í bridds aftur fyrr en nú. Keppnin hefst í Veldhoven í Hollandi á laugardag.

Í viðtali við Fréttablaðið nýlega rifjaði Björn Eysteinsson, fyrirliði sigurliðsins, það upp hversu mikla athygli árangur liðsins fékk. Sýnt var frá lokaviðureigninni við Pólverja í beinni útsendingu og sátu allir sem vettlingi gátu valdið við viðtækin. Það var mögulegt vegna þess Helgi Jóhannsson, þáverandi forseti Briddssambandsins, náði að sannfæra stjórn Alheimsbriddssambandsins um þörfina á slíkri útsendingu vegna þess að þjóðin öll fylgdist með. Heimkoma meistaranna vakti gríðarlega athygli og ekki síst fyrir að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét menn lyfta glösum í frægri „Bermúdaskál".

Í tilefni tímamótanna verður afmæliskaffi og fyrirlestur í húsakynnum Bridgesambands Íslands klukkan sex í dag.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×