Hæstaréttardómari kærður fyrir að bera lögreglumann röngum sökum 11. október 2011 06:30 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að verklagið hafi allt verið ákveðið í höfuðstöðvum lögreglunnar á Selfossi áður en vaktin hófst. Lengi hefði tíðkast að "kæla“ ódæla menn niður með því að aka þeim nokkurn spöl frá skemmtanasvæði.Fréttablaðið/pjetur Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira