Erlent

Fréttamynd

Hundur stórslasar tveggja ára stúlku

Tveggja ára stúlka er á sjúkrahúsi eftir að hundur réðist á hana þar sem hún var gestkomandi í íbúð í Lancashire í Skotlandi. Stúlkan hlaut alvarlega áverka á andliti og hefur farið í eina aðgerð. Hundurinn er af Staffordshire bull terrier kyni. Hann hafði ekki áður ráðist að fólki og er ekki á lista yfir hættulega hunda.

Erlent
Fréttamynd

Pakistan: Ráðherra slasaðist og 28 létust

Innanríkisráðherra Pakistan slasaðist og í það minnsta 28 manns létust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistans í dag. 36 aðrir eru slasaðir. Maður með sprengju innanklæða gekk inn á opinberan fund í Charsadda sem er heimabær Aftab Ahmad Khan Sherpao innanríkisráðherra. Sherpao hafði nýlokið ræðu og var að tala við gesti á fundinum þegar öryggisverðir stöðvuðu manninn.

Erlent
Fréttamynd

Til marks um uppgang þjóðernissinna

Um 800 mótmælendur hafa verið handteknir og 150 særst í átökum við lögreglu í Eistlandi vegna deilna um minnismerki um fallna hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Íslendingur sem búsettur er í landinu segir átökin til marks um uppgang þjóðernissinna í Eistlandi.

Erlent
Fréttamynd

Jörð skalf undir fótum Englendinga

Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneski herinn haldi að sér höndum

Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum.

Erlent
Fréttamynd

57 létust og 160 slösuðust í Írak

Í það minnsta 57 eru látnir og 160 slasaðir eftir að bílasprengja sprakk í Írösku borginni Karbala í dag. Þetta er önnur sprengingin af þessu tagi á tveimur vikum í borginni. Í henni eru tvö heilugustu bænahús síja múslíma. Fréttir herma að sprengjan hafi sprungið við hlið moskunnar Imam Abbas þegar fólk flykktist þangað til bæna.

Erlent
Fréttamynd

Tattó auglýsingar fyrir lífstíð

Atvinnulaus maður í Brasilíu hefur fundið afar sérstaka leið til að afla sér lífsviðurværis. Hann notar líkama sinn sem auglýsingaskilti. Edson Alves hefur látið tattóvera tuttugu auglýsingar fyrirtækja frá heimabæ sínum á bak sitt og handleggi. Hann fer síðan úr að ofan við hvert tækifæri og gengur um bæinn.

Erlent
Fréttamynd

Harry prins skotmark hryðjuverkasamtaka

Ákvörðun um að senda Harry Bretaprins til Íraks með herdeild sinni er nú til endurskoðunar hjá yfirmönnum breska hersins. Ákvörðunin var tekin í febrúar. Embættismenn óttast nú að Harry verði aðalskotmark hryðjuverkamanna, en ellefu breskir hermenn hafa látist í Írak í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

England: Ekki heitara í apríl í rúm 300 ár

Hitastig í aprílmánuði í Englandi hefur ekki mælst jafn hátt frá upphafi mælinga sem hófust fyrir rúmum 300 árum. Gert er ráð fyrir að vormánuðirnir mars apríl og maí slái öll fyrri met. Fyrir allt Bretland er mánuðurinn sá hlýjasti í 140 ár. Á landsvísu er nýliðinn vetur annar hlýjasti veturinn frá því mælingar hófust.

Erlent
Fréttamynd

Átök í Tallin

Allt logaði í óeirðum í Tallin höfuðborg Eistlands í gærkvöldi - annað kvöldið í röð. Deilt er um sovéskt minnismerki sem yfirvöld fjarlægðu úr höfuðborginni í gær en þar hefur það staðið í áratugi. Tíu mótmælendur særðust í átökum við lögreglu í gær og þrjú hundruð úr hópi þeirra voru handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Geitburður hafinn í húsdýragarðinum

Sex kiðlingar fæddust í Húsdýragarðinum í gær og þykja tíðindin endanlega boða vorkomu. Fjórar kvenkynsgeitur báru kiðlingana sex og var jafnræði milli kynjanna, því þrír hafrar komu í heiminn og þrjár huðnur, eða geitastelpur. Hafurinn Brúsi er faðir allra kiðlinganna, en mæðurnar eru Perla, Snotra, Dáfríð og Ísbrá.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta banni á demanta-útflutningi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að aflétta banni á útflutningi á demöntum frá Afríkuríkinu Líberíu. Bannið hefur verið í gildi frá 2001 og var sett á til að koma í veg fyrir að ágóðinni af sölunni yrði notaður til að fjármagna stríð í Vestur-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti skók Kent sýslu í Englandi

Jarðskjálfti sem mældist fjórir komma sjö á Richter skók Kent-sýslu á Englandi í morgun. Raflínur féllu til jarðar og rafmagnslaust er á stóru svæði. Skemmdir urðu á húsum. Engar fréttir hafa borist af slysum á fólki. Fram kemur á fréttavef BBC að sérfræðingar telji upptök skjálftans hafa orðið um tuttugu og fimm kílómetra suður af Canterbury og um tíu kílómetra undir jarðskorpunni.

Erlent
Fréttamynd

Tíu særðust í mótmælum í Tallin

Tíu særðust og þrjú hundruð mótmælendur voru handteknir í óeirðum í Tallin, höfuðborg Eistlands, í gærkvöldi. Þetta er annar dagurinn í röð sem til átaka kemur. Tekist er á um niðurrif á sovésku minnismerki sem hefur staðið í miðborginni í áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Grátbiðja Uribe um að hefja viðræður

Tólf kólumbískir þingmenn sendu í dag forseta landsins, Alvaro Uribe, skilaboð um að hefja viðræður við uppreisnarmenn, FARC, sem hafa haldið þeim föngnum síðastliðin fimm ár. Fjölskyldur mannanna grétu á meðan þær horfðu á myndband þar sem þeir minntust barnanna sinna, heilsuðu eiginkonum sínum og grátbáðu Uribe að hefja viðræður við uppreisnarmennina.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að auka viðskipti yfir Atlantshafið

Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins munu á mánudaginn kemur taka stórt skref í áttina að því að auka viðskipti yfir Atlantshafið. Þá skrifa Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undir rammasamkomulag um frekari viðskipti. Þau ætla sér einnig að reyna að ljúka Doha viðræðunum, sem núna eru á sjötta ári, fljótlega.

Erlent
Fréttamynd

Knattspyrna hvetur til kynlífs

Þýsk yfirvöld hafa skýrt frá því að fæðingar hafa aukist um 30 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Og hver gæti ástæðan verið? Jú, knattspyrna.

Erlent
Fréttamynd

Wolfowitz yfirheyrður á mánudaginn

Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, og kærastan hans, Shaha Riza, munu koma fram fyrir sérstaka nefnd Alþjóðabankans á mánudaginn kemur til þess að svara spurningum um aðkomu hans að stöðu- og launahækkun Riza. Lögfræðingur Wolfowitz segir að þar muni koma fram að engir hagsmunaárekstrar hafi átt sér stað og að allt sé með felldu.

Erlent
Fréttamynd

Kona giftist fjórum konum

Nígerísk lesbía frá ríkinu Kano, sem giftist fjórum konum um síðustu helgi, hefur farið í felur til þess að forðast íslömsku lögregluna. Samkvæmt íslömskum Sharia-lögum, sem voru sett á fyrir sjö árum, er samkynhneigð sem og hjónabönd fólks af sama kyni bönnuð. Bæði brotin eru talin mjög alvarleg. Til að mynda var leikhúsið þar sem brúðkaupið fór fram brotið niður.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneski herinn segist verndari stjórnkerfisins

Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Solana hvetur Bandaríkin til viðræðna

Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, hvatti í kvöld Bandaríkin til þess að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Solana sagðist jafnframt öruggur um að Íranar væru tilbúnir til slíkra viðræðna.

Erlent
Fréttamynd

Viðskipti með demanta frá Líberíu leyfð

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna aflétti í dag sex ára banni á útflutning á líberískum demöntum. Banninu hafði verið ætlað að koma í veg fyrir viðskipti með svokallaða blóðdemanta en slík viðskipti fjármagna oftar en ekki stríðsherra í borgarastyrjöldum.

Erlent
Fréttamynd

172 al-Kaída liðar handteknir í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segjast hafa komið upp um ráðagerð al-Kaída um að ráðast á olíu- og herstöðvar í landinu. Lögreglan handtók 172, þar á meðal menn sem voru í þjálfun til þess að gerast sjálfsmorðsflugmenn. Þá lagði lögreglan hald á fjölvörg vopn og meira en 340 milljónir íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kæda foringi til Gvantanamo

Háttsettur íraskur foringi í Al-Kæda var sendur í fangabúðirnar í Gvantanamo flóa á Kúbu í þessari viku, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Harry hótar að hætta í hernum

Breska herstjórnin er orðin hikandi við að senda Harry prins til Íraks með hersveit sinni. Síðasti mánuður var sá blóðugasti sem breskir hermenn hafa upplifað í Írak, síðan innrásin var gerð árið 2003. Prinsinn er sagður hafa hótað því að hætta í hernum, ef hann verði ekki sendur. Harry er þriðji í erfðaröðinni til bresku krúnunnar.

Erlent
Fréttamynd

Lærðu flug fyrir hryðjuverkaárásir

Grunaðir hryðjuverkamenn sem voru handtekinir í Saudi-Arabíu, voru að læra að fljúga til þess að geta gert sjálfsmorðsárásir á mikilvæg skotmörk eins og olíustöðvar og herstöðvar bæði innanlands og utan.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi sýknaður aftur

Áfrýjunardómstóll í Mílanó sýknaði í dag Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra, af ákærum um spillingu. Þetta er í annað skipti sem hann er sýknaður í þessu sama máli. Í fyrra skiptið var það árið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést og 60 særðust í óeirðum í Tallin

Maður var stunginn til bana og hátt í sextíu manns særðust í miklum óeirðum í Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi. Átökin brutust út þegar hópur fólks mótmælti niðurrifi sovésks minnismerkis um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni, sem staðið hefur í miðborg Tallinn í áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Hagvöxtur í Bandaíkjunum langt undir spám

Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Noregur úr NATO og NATO úr þessum heimi“

Þetta voru slagorð mótmælenda gegn NATO á götum Óslóborgar í gærkvöldi. Óeirðalögreglan beitti á endanum táragasi á hópinn, og þurftu fréttamaður okkar og utanríkisráðherra að forða sér undan gasinu sem lagði um nágrenni ráðhússins.

Erlent