Erlent

57 létust og 160 slösuðust í Írak

Írakar reyna að hugga grátandi mann á slysstað í Karbala.
Írakar reyna að hugga grátandi mann á slysstað í Karbala. MYND/AFP

Í það minnsta 57 eru látnir og 160 slasaðir eftir að bílasprengja sprakk í Írösku borginni Karbala í dag. Þetta er önnur sprengingin af þessu tagi á tveimur vikum í borginni. Í henni eru tvö heilugustu bænahús síja múslíma. Fréttir herma að sprengjan hafi sprungið við hlið moskunnar Imam Abbas þegar fólk flykktist þangað til bæna. Karbala er önnur mikilvægasta borg síja múslima vegna bænahúsanna þar.

Óttast er að tilræðið ýti undir ofbeldi af hálfu öfgatrúarmanna í landinu. Sjúkrahús í borginni urðu að senda hluta hinna slösuðu til nærliggjandi borga þar sem þau önnuðu ekki að sinna fjöldanum. Bifreið keyrði upp að hliðinu við moskuna og sprakk innan um stóran hóp fólks. Nærliggjandi byggingar skemmdust og eldur kviknaði í um 12 bílum í nágrenninu.

Árásin minnir á sprengjuárás al-Kaída hryðjuverkasamtakanna sem þau gerðu í borginni Samarra sem er einnig mikilvæg síja múslimum. Sú sprenging ýtti undir ofbeldi öfgatrúarmanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×