Erlent

Berlusconi sýknaður aftur

Óli Tynes skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. MYND/AP

Áfrýjunardómstóll í Mílanó sýknaði í dag Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra, af ákærum um spillingu. Þetta er í annað skipti sem hann er sýknaður í þessu sama máli. Í fyrra skiptið var það árið 2004.

Ríkisstjórn hans setti síðar lög sem bönnuðu að hann yrði endurákærður. Þau lög voru felld úr gildi þar sem þau þóttu í andstöðu við stjórnarskrána.

Það var því hjólað aftur í milljarðamæringinn, og þeim réttarhöldum lauk með sýknun, í dag. "Glæpurinn er ekki til og hann framdi ekki glæpinn," sagði forseti dómsins eftir uppkvaðninguna.

Berlusconi var ákærður um að hafa mútað dómurum til þess að hindra að matvælafyrirtækið SME yrði selt keppinauti.

Ef hann hefði verið sakfelldur hefði hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×