Erlent

Harry prins skotmark hryðjuverkasamtaka

MYND/AFP

Ákvörðun um að senda Harry Bretaprins til Íraks með herdeild sinni er nú til endurskoðunar hjá yfirmönnum breska hersins. Ákvörðunin var tekin í febrúar. Embættismenn óttast nú að Harry verði aðalskotmark hryðjuverkamanna, en ellefu breskir hermenn hafa látist í Írak í þessum mánuði.

Prinsinn hefur marglýst yfir einbeittum vilja sínum til að þjóna sem hermaður í Írak. Vinir hans segja að hann yrði mjög vonsvikinn fengi hann ekki að fara, en hann mundi þó ekki segja sig úr hernum.

BBC hefur eftir fyrrum varnarmálaráðherra á tímum Falklandseyjastríðsins að Harry myndi leggja líf annarra breskra hermanna í hættu með veru sinni í Írak þar sem hann yrði líklega skotmark hryðjuverkahópa.

Varnarmálaráðuneytið og skrifstofa konungsfjölskyldunnar staðfestu í febrúar að prinsinn yrði sendur til Írak. Sagt var að hann myndi taka venjulega stöðu herforingja frekar en skrifstofustarf í Basra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×