Erlent

Knattspyrna hvetur til kynlífs

MYND/AFP
Þýsk yfirvöld hafa skýrt frá því að fæðingar hafa aukist um 30 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Og hver gæti ástæðan verið? Jú, knattspyrna.

Nú eru rúmir níu mánuðir síðan að heimsmeistarakeppninni í fótbolta, sem haldin var í Þýskalandi, lauk. Dr. Rolf Kliche hafði þetta að segja um málið. „Á meðan að heimsmeistarakeppninni stendur eru miklar tilfinningar í gangi. Þær geta síðan haft jákvæð áhrif á kynlíf og þar með aukið möguleikann á því að konur verði óléttar."

Gestgjafarnir náðu í undanúrslit keppninnar áður en þeir voru slegnir út.

Breska blaðið Metro skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×