Erlent

Jörð skalf undir fótum Englendinga

Guðjón Helgason skrifar

Íbúum í Kent-sýslu á Englandi brá heldur en ekki í brún í morgun þegar jörð tók að skjálfa undir fótum þeirra. Engin slasaðist alvarlega í jarðhræringunum en nokkrar skemmdir urðu á byggingum og rafmagn fór af stóru svæði um tíma.

Öflugir jarðskjálftar eru ekki algengir á Englandi. Sá sem reið yfir í morgun mældist 4,3 á Richter. Sérfræðingar segja þetta líkast til teljast lítinn skjálfta annars staðar í heiminum en hann sér stór samkvæmt mælikvörðum á Englandi. Þar verði ekki skjálftar af þessari stærðargráðu nema á sjö til átta ára fresti.

Öflugir skjálftar hafa riðið yfir þetta svæði fyrr á öldum, síðast 1950 og 1776 sem þá mældust rúmlega fjórir á Ricther. Skjálftar upp á sex á Richter urðu 1382 og 1580 og kostuðu nokkur mannslíf.

Upptök skjálftans í morgun voru á hafsbotni en ekki á landi líkt og fyrst var hermt í enskum miðlum. Þau voru um tólf kílómetrum undan strönd Dover í Ermarsundi. Þær upplýsingar fengust hjá Eurostar að ferðir lesta í gegnum Ermarsundsgöngin hefðu ekki raskast vegna þessa.

Ein kona um á fertugsaldri slasaðist á höfði í skjálftanum en engar frekari fréttir að slysum hafa borist. Raflínu féllu til jarðar og rafmagn fór fyrir vikið af mörgum húsum. Greiðlega gekk þó að koma því aftur á.

Björgunarsveitarmenn segja nokkrar skemmdir hafa orðið á húsum. Rafmagn fór af fjölda húsa en vel gekk að koma því aftur á.

Íbúar á Englandi eru ekki með öllu vanir að jörð hristist undir fótum þeirra. Íbúum brá og þutu út á götur bæja til að kanna afleiðingar skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×