Tyrkneski herinn segist verndari stjórnkerfisins 27. apríl 2007 21:35 Erdogan og Gul sjást hér sitja fyrir miðju borði, umkringdir flokksfélögum sínum á tyrkneska þinginu í dag. MYND/AFP Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu. Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu.
Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira