Erlent

Ætla að auka viðskipti yfir Atlantshafið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. MYND/AFP

Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópusambandsins munu á mánudaginn kemur taka stórt skref í áttina að því að auka viðskipti yfir Atlantshafið. Þá skrifa Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undir rammasamkomulag um frekari viðskipti. Þau ætla sér einnig að reyna að ljúka Doha viðræðunum, sem núna eru á sjötta ári, fljótlega.

Þrátt fyrir að ríki Asíu hafi risið æ hærra segir Jose-Manuel Barroso að viðskipti yfir Atlantshafið séu enn það sem keyri efnahag heimsins áfram. Rammasamkomulagið á að losa enn frekar um þau höft sem koma í veg fyrir að fyrirtæki geti sótt fram hinum megin við Atlantshafið. Barroso sagði í ræðu í dag að samkomulaginu væri ætlað að einfalda viðskiptareglur og skýra hver beri ábyrgð og hver hafi vald til þess að draga menn til ábyrgðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×