Erlent

Al-Kæda foringi til Gvantanamo

Óli Tynes skrifar
Frá Gvantanamo fangelsinu á Kúbu.
Frá Gvantanamo fangelsinu á Kúbu. MYND/AP

Háttsettur íraskur foringi í Al-Kæda var sendur í fangabúðirnar í Gvantanamo flóa á Kúbu í þessari viku, að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Ekki var upplýst hvenær Abd al-Hadi al-Irak, var handtekinn, en það munu vera einhver ár síðan. Hann hefur aðallega haldið sig í Afganistan og er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða Pervez Musarraf, forseta Pakistans.

Varnarmálaráðuneytið segir að Abd al-Hadi þekki Osama bin-Laden og að leiðtoginn treysti honum. Hann hafi lengi þjálfað hryðjuverkamenn í þjálfunarbúðum al-Kæda í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×