Erlent

Lærðu flug fyrir hryðjuverkaárásir

Óli Tynes skrifar
Frá Riyad, höfuðborg Saudi Arabíu.
Frá Riyad, höfuðborg Saudi Arabíu.

Grunaðir hryðjuverkamenn sem voru handtekinir í Saudi-Arabíu, voru að læra að fljúga til þess að geta gert sjálfsmorðsárásir á mikilvæg skotmörk eins og olíustöðvar og herstöðvar bæði innanlands og utan.

Innanríkisráðuneytið segir að einnig hafi átt að gera árásir á leiðtoga og mikilvægar stjórnsýslustöðvar. Mennirnir eru grunaðir um tengsl við Al Kæda.

Sjónvarpsstöðin Al Arabía, segir að 172 hafi verið handteknir vegna þessa máls. Við leit á heimilum þeirra og í höfuðstöðvum hafi fundist ýmis sönnunargögn. Meðal annars vopn og býsnin öll af reiðufé. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að mennirnir hafi tilheyrt sjö sellum, sem unnu saman.

Sumir þeirra voru byrjaðir að æfa vopnaburð, aðrir höfðu verið sendir úr landi til þess að læra að fljúga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×