Sport

Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik.

Körfubolti

Fíla­beins­ströndin komst á­fram eftir allt saman

Malí, Suður-Afríka, Namibía, Marokkó og Kongó urðu síðust til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Afríkumótsins í fótbolta. Alls fóru fjórir leikir fram í dag en aðeins eitt mark var skorað. Úrslit dagsins leiddu það í ljós að Fílabeinsströndin komst einnig áfram en þeir ráku þjálfara liðsins fyrr í dag vegna slæms árangurs á mótinu. 

Fótbolti

Fyrrum eig­andi Tottenham játaði innherjaviðskipti og fjár­svik

Joe Lewis játaði fyrir dómstólum í New York dag að hann væri sekur um innherjaviðskipti og fjársvik við verðbréfaviðskipti. Fjölskylda hans á meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur í gegnum fyrirtækið ENIC. Brotin áttu sér stað áður en Joe Lewis seldi sinn hlut í félaginu árið 2022. 

Enski boltinn

Skýrsla Sindra: Þeir voru svo sannar­lega veikir

Á einhvern ótrúlegan hátt enn með góða von um að komast á Ólympíuleika, langt yfir á móti bensínlausum Austurríkismönnum, undirstrikuðu strákarnir okkar það sem komið hefur í ljós á EM. Að það er eitthvað stórkostlega mikið að og í dag er Ísland veikt lið.

Handbolti

„Við getum al­veg kallað þetta von­brigði“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði.

Handbolti

Æfir í háfjallaloftinu í Kenía

Íslenski langhlauparinn Baldvin Þór Magnússon prófar nýja hluti á þessu undirbúningstímabili en hann er nú staddur í þrjátíu daga æfingabúðum í Kenía.

Sport