Næstum því allt gekk upp hjá íslenska liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 19:46 Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir kepptu fyrir Íslands í 4×100 metra boðhlaup kvenna og fögnuðu sigri. @atletska_zveza_slovenije Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Móldóvska sveitin var dæmd ógild í 4×400 metra blönduðu boðhlaupi og varð þar af mjög mikilvægum stigum. Í dag urðu íslensku keppendurnir í fyrstu þremur sætunum í 11 greinum af þeim 17 sem keppt var í í dag, tvær persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og þrjú Íslandsmet. Irma Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í þrístökki og Eir Chang Hlésdóttir setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi. Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja enn eitt Íslandsmet dagsins, en þau komu önnur í mark á 3:25,96 mín. Þau bættu eldra met um rúmlega þrjár sekúndur en það var sett á Smáþjóðaleikunum í lok maí síðastliðnum. Íslensku sveitina í dag skipuðu Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir. „Í ár gekk næstum allt upp hjá íslenska liðinu og það sannarlega skilaði þeim þessum frábæra árangri. Öruggur sigur í deildinni, fjögur Íslandsmet, fimm persónulegar bætingar og íslenska frjálsíþróttafólkið var meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr,“ segir í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en hér má lesa allt um frammistöðuna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Móldóvska sveitin var dæmd ógild í 4×400 metra blönduðu boðhlaupi og varð þar af mjög mikilvægum stigum. Í dag urðu íslensku keppendurnir í fyrstu þremur sætunum í 11 greinum af þeim 17 sem keppt var í í dag, tvær persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og þrjú Íslandsmet. Irma Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í þrístökki og Eir Chang Hlésdóttir setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi. Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja enn eitt Íslandsmet dagsins, en þau komu önnur í mark á 3:25,96 mín. Þau bættu eldra met um rúmlega þrjár sekúndur en það var sett á Smáþjóðaleikunum í lok maí síðastliðnum. Íslensku sveitina í dag skipuðu Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir. „Í ár gekk næstum allt upp hjá íslenska liðinu og það sannarlega skilaði þeim þessum frábæra árangri. Öruggur sigur í deildinni, fjögur Íslandsmet, fimm persónulegar bætingar og íslenska frjálsíþróttafólkið var meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr,“ segir í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en hér má lesa allt um frammistöðuna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira