Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2025 16:08 Cristiano Ronaldo fagnar með Al-Nassr AFP/ Fayez NURELDINE Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er við það að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira