Erlent

Fréttamynd

Vill fækka sólarlandaferðum

Leiðtogi norska Vinstri flokksins vill að Norðmenn fækki sólarlandaferðum sínum niður í mest eina á ári, til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Landsfundur flokksins hefst í Bergen á morgun og Lars Sponheim segir að þar verði umhverfismálin efst á dagskrá. Hann húðskammar ríkisstjórnina fyrir slælega frammistöðu og segir að almenningur verði að færa fórnir.

Erlent
Fréttamynd

Hársbreidd frá því að skjóta niður farþegaþotu

Það munaði ekki nema hársbreidd að ísraelskar orrustuþotur skytu niður bandaríska farþegaflugvél sem var að fara að lenda í Tel Aviv, í gær. Þotan var frá Continental Airlines. Flugmönnunum láðist að tilkynna komu sína inn í ísraelska lofthelgi. Flugumferðarstjórar kölluðu vélina margsinnis upp, en þegar hún svaraði ekki voru fjórar orrustuþotur sendar á móti henni.

Erlent
Fréttamynd

Elbaradei segir ástæður Írana áhyggjuefni

Mohamed Elbaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IEAE), sagði í dag að Íranar væru enn á byrjunarstigum úranframleiðslu. „Það er hægt að skilgreina hvað stórframleiðsla sé á mismunandi vegu. En Íranar hafa rétt hafið vinnu á kjarnorkustöð þar sem hægt er að auðga úrani.“ sagði Elbaradei við fréttamenn.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu loftárás á talibana

Bandaríkjaher felldi nokkra tugi talibana í loftárás í suðurhluta Afganistan í gær. Árásin var gerð þegar talibanar sátu fyrir stjórnarhernum í Afganistan á leið þeirra frá Kabúl til Kandahar. Enginn liðsmaður hersins féll í loftárásunum. Embættismenn í Afganistan skýrðu frá þessu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Nasdaq sagt hafa boðið í OMX

Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði

Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar réttlæta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna

Þýski varnarmálaráðherrann, Franz Josef Jung, segir að kjarnorkuáætlun Írana réttlæti eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í austurhluta Evrópu. Rússar hafa lýst yfir óánægju með eldflaugakerfið. Jung sagði það nauðsynlegt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn ríkjum sem ógna Evrópu á einhvern hátt. Hann nefndi þó ekki Íran sérstaklega.

Erlent
Fréttamynd

Brú sprengd í Bagdad

Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á brú yfir Tígrisfljót í Írak í morgun. Að minnsta kosti 10 létu lífið og 26 særðust í sprengingunni. Sprengingin eyðilagði brúnna að hluta til og féllu bílar af henni í fljótið. Árásin átti sér stað á háannatíma en brúin tengir saman tvö hverfi Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Taílenski konungurinn náðar veggjakrotara

Taílenski konungurinn hefur náðað Svisslending sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að eyðileggja myndir af honum. Oliver Jufer hlaut dóm sinn í síðasta mánuði eftir að hann játaði að hafa spreyjað á fimm myndir af kónginum. Þetta var í fyrsta sinn sem útlendingur hefur verið dæmdur fyrir að móðga konunginn í Taílandi. Búist er við því að Jufer verði fluttur úr landi í kjölfar náðunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Þingið ögrar Bush með stofnfrumulögum

Bandaríska þingið hefur samþykkt að slaka á lögum um rannsóknir á stofnfrumum. Þar með gengur það enn einu sinni gegn opinberri stefnu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Bush hefur engu að síður möguleika á að beita neitunarvaldi gegn lögunum en hann er harður andstæðingur stofnfrumurannsókna.

Erlent
Fréttamynd

Dvelja lengur á vígstöðvum

Bandarískir hermenn í Írak og Afganistan þurfa framvegis að vera 15 mánuði í stað eins árs á vígstöðvunum samkvæmt nýjum reglum sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett.

Erlent
Fréttamynd

Jiabao ávarpaði japanska þingið

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sem nú er í heimsókn í Japan, ávarpaði japanska þingið í gær. Þar sagði hann innrásir Japana á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar hafa valdið Kínverjum miklum sársauka. Þetta var í fyrsta sinn sem kínverskur forsætisráðherra ávarpar japanska þingið.

Erlent
Fréttamynd

Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kurt Vonnegut látinn

Kurt Vonnegut, hinn frægi bandaríski rithöfundur, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést aðfaranótt miðvikudags í Manhattan í New York. Hann lést vegna meiðsla sem hann hlaut er hann hrasaði nokkrum vikum áður.

Erlent
Fréttamynd

Brasilísk flugmálayfirvöld telja flug vera öruggt

Flugmálayfirvöld í Brasilíu telja flug á þeirra yfirráðasvæði vera örugg, þrátt fyrir að flugturnar þeirra séu undirmannaðir og að þangað vanti nýrri tæki. Nú þegar hafa flugumferðastjórar farið einu sinni í verkfall og þeir hóta að gera það aftur en ekkert breytist.

Erlent
Fréttamynd

Fílsunginn trekkir að

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í dýragarðinn í Hamborg í Þýskalandi undanfarinn sólarhring til að berja augum lítinn fílskálf sem kom þar í heiminn í gær. Litli fíllinn er reyndar ekkert mjög lítill því fæðingarþyngd hans var 86 kíló og stærðin yfir herðakambinn 96 sentimetrar.

Erlent
Fréttamynd

Sólgos talin hafa áhrif á loftslagsbreytingar

Æ fleiri vísindamenn eru að komast á þá skoðun að samspil sólgosa og geimryks hafi talsvert að segja um loftslagsbreytingar á jörðinni. Þeir telja að fylgni sé á milli hlýnunar jarðar og mikilla sólgosa undanfarna áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Samtök tengd al-Kaída lýsa yfir ábyrgð

Samtök sem kenna sig við al-Kaída segjast bera ábyrgð á sprengjuárásum sem gerðar voru Algeirsborg í Alsír í dag. Þrjátíu létu lífið í tilræðunum, sem meðal annars var beint gegn forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury

Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lífskjörin fara stöðugt versnandi

Fjórum árum eftir innrásina í Írak fer hagur þjóðarinnar stöðugt versnandi. Í nýrri skýrslu Alþjóðaráðs Rauða krossins segir að vargöldin í landinu hafi gert líf almennings óbærilegt, sjúkrahús séu óstarfhæf vegna ótta starfsfólks og skortur á brýnustu nauðsynjum sé viðvarandi.

Erlent
Fréttamynd

17.000 manns sagt upp hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sáttaráðstefnu í Sómalíu frestað

Sáttaráðstefnu sem átti að halda í Sómalíu þann 16. apríl hefur verið frestað vegna þess hversu ótryggt ástandið er í höfuðborginni Mogadishu. Samtök Arabaríkja ætluðu að standa fyrir henni en báðu um mánaðarfrest. Ráðstefnan verður eitt stærsta innlenda framtakið til þess að binda enda á ofbeldi í landinu en fleiri en 1.000 hafa látið lífið í átökum í landinu síðan 29. mars.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur?

Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sprengingar í höfuðborg Alsír

Að minnsta kosti tvær sprengingar urðu í höfuðborg Alsír, Algeirsborg, í morgun og sprakk önnur þeirra fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra landsins. 17 manns létu lífið í þeim og yfir 80 særðust. Mikil ringulreið greip um sig í miðborg Algeirsborgar en þúsundir flykktust út á götur og sjúkrabílar þustu á vettvang. Fréttastofa alsírska ríkisins sagði frá.

Erlent
Fréttamynd

Kárahnjúkar virkja kínverska drauma

Kárahnjúkavirkjun er þegar farin að hafa áhrif á landann. En það sem oft gleymist er að hún hefur áhrif langt út fyrir landsteinana. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vefsíðu Time þann 6. apríl síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund á morgun en í Tyrklandi er herinn talinn valdamikill og er fundarins því beðið með eftirvæntingu. Forsetakosningar verða haldnar í landinu í næsta mánuði. Elíta landsins, en til hennar teljast margir herforingjar, eru þeirrar skoðunar að trúmál og stjórnmál fari ekki saman.

Erlent
Fréttamynd

Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur

Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum

Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið í Írak versnar sífellt

Alþjóðanefnd Rauða krossins segir að aðstæður Íraka séu sífellt að versna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá henni. Skýrslan segir að meira verði að gera til þess að vernda óbreytta borgara í landinu. Í henni er meðal annars rætt við íraska konu sem vill helst fá hjálp við að safna saman líkum af götum Bagdad á morgnanna.

Erlent
Fréttamynd

Strætósamgöngur liggja niðri á Sjálandi og Fjóni

Allar strætisvagnasamgöngur liggja niðri víða á Sjálandi og Fjóni í Danmörku þennan morguninn. Bílstjórar vagnanna sitja nú á fundum um kjaramál. Þetta er þriðja sinn síðustu tvo mánuði sem bílstjórarnir leggja tímabundið niður vinnu. Aðgerðirnar í dag ná ekki til höfuðborgarinnar þar sem samgöngur eru með eðlilegu móti.

Erlent