Erlent

Þingið ögrar Bush með stofnfrumulögum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á í sífellt meiri erfiðleikum með þingið.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á í sífellt meiri erfiðleikum með þingið. MYND/AFP

Bandaríska þingið hefur samþykkt að slaka á lögum um rannsóknir á stofnfrumum. Þar með gengur það enn einu sinni gegn opinberri stefnu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Bush hefur engu að síður möguleika á að beita neitunarvaldi gegn lögunum en hann er harður andstæðingur stofnfrumurannsókna.

Litlu mátti þó muna að tillagan hefði verið samþykkt með 2/3 hluta atkvæða en þá hefði Bush ekki getað beitt neitunarvaldi. Hún var samþykkt með 63 atkvæðum gegn 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×