Erlent

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund

Yasar Buyukanit, yfirmaður tyrkneska hersins.
Yasar Buyukanit, yfirmaður tyrkneska hersins. MYND/AFP

Yfirmaður tyrkneska hersins heldur fréttamannafund á morgun en í Tyrklandi er herinn talinn valdamikill og er fundarins því beðið með eftirvæntingu. Forsetakosningar verða haldnar í landinu í næsta mánuði. Elíta landsins, en til hennar teljast margir herforingjar, eru þeirrar skoðunar að trúmál og stjórnmál fari ekki saman.

Búist er við því að Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, muni bjóða sig fram til forseta en hann er kosinn af þinginu þar sem flokkur Erdogan hefur stóran meirihluta. Erdogan var áður í stjórnmálaflokki sem byggði á reglum Íslam og elítan hefur áhyggjur af því að Erdogan eigi eftir að leita í gömul gildi ef hann verður forseti.

Samkvæmt fréttum mun herforinginn, Yasar Buyukanit, ræða um ásakanir á hendur hernum en Erdogan sakaði fyrrum herforingja um að hafa skipulagt valdaránstilraun árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×