Erlent

Sprengingar í höfuðborg Alsír

Að minnsta kosti tvær sprengingar urðu í höfuðborg Alsír, Algeirsborg, í morgun og sprakk önnur þeirra fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra landsins. 17 manns létu lífið í þeim og yfir 80 særðust. Mikil ringulreið greip um sig í miðborg Algeirsborgar en þúsundir flykktust út á götur og sjúkrabílar þustu á vettvang. Fréttastofa alsírska ríkisins sagði frá.

Forsætisráðherrann, sem slapp ómeiddur, sagði sprengingarnar vera glæpi gegn þjóðinni og kallaði þær jafnframt aðgerðir huglausra einstaklinga. Þetta eru fyrstu stóru sprengjuárásirnar í Alsír í mörg ár. Ofbeldi í landinu hefur verið að aukast undanfarið eftir að uppreisnarhópur Salafista fór að vinna með al-Kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×