Viðskipti erlent

17.000 manns sagt upp hjá Citigroup

Einn af bönkum Citigroup.
Einn af bönkum Citigroup. Mynd/AFP

Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum.

Á þessu ári einu saman er vonast til að tæpur helmingur sparnaðarins komi fram, eða um 2,1 milljarður dala, jafnvirði 141 milljarður króna.

Charles Prince, forstjóri Citigroup, segir að auk þessa standi til að flytja 9.500 störf til staða jafnt innan Bandaríkjanna og utan landsteina þar sem launakostnaður er lægri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×