Erlent

Vill fækka sólarlandaferðum

Leiðtogi norska Vinstri flokksins vill að Norðmenn fækki sólarlandaferðum sínum niður í mest eina á ári, til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Landsfundur flokksins hefst í Bergen á morgun og Lars Sponheim segir að þar verði umhverfismálin efst á dagskrá. Hann húðskammar ríkisstjórnina fyrir slælega frammistöðu og segir að almenningur verði að færa fórnir.

Sponheim segir að almenningur verði að breyta ferðamáta sínum með því að nota meira almenningsvagna og aka vistvænum bílum. Auk þess verði að fækka sólarlandaferðum niður í eina á ári. Leiðtoganum finnst þetta ekki vera neitt stórmál fyrir almenning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×